Eðlis- og stjörnufræði 1 - page 22

22
Námsgagnastofnum 2013
07011
Kraftar með eða án snertingar
Þegar við ætlum að hreyfa hlut þá þurfum við að koma við hann, ýta á hann
eða toga í hann. Tveir seglar geta hins vegar ýtt hvor á móti öðrum án þess að
snertast. Af þessu sjáum við að sumir kraftar geta verkað á milli hluta án þess
að hlutirnir snertist en aðrir kraftar verka einungis milli hluta sem snertast.
Ákveðnir kraftar geta verkað á milli hluta án þess að hlutirnir snertist.
Dæmi um slíka krafta eru þyngdarkraftar, rafkraftar og segulkraftar.
Fjölmörg dæmi eru um krafta sem verka við
snertingu, svo sem þegar sparkað er í bolta,
haldið er á barni, bogi er spenntur, hlutir
nuddast saman, regndropi lendir á rúðu eða
þegar bílar lenda í árekstri. Á myndinni sést
hve sterkir kraftar geta verkað milli bíla sem
rekast á.
Rafmagnaðir hlutir geta verkað með
rafkrafti hver á annan án þess að
snertast. Myndin sýnir slíka krafta
verka án snertingar á milli rafhleðslna í
greiðu og rafhleðslna í vatni. Þessi áhrif
valda því að vatnið beygir af leið.
Tveir seglar geta togað hvor í annan eða ýtt hvor öðrum frá sér án þess að
snertast. Til þess að þetta gerist þurfa seglarnir að vera nægjanlega nálægt
hvor öðrum. Listaverkið „Í lausu lofti“ (Suspension) eftir Bruce Gray sýnir á
skemmtilegan hátt hvernig seglar toga hver í annan án þess að snertast.
Nefndu dæmi um krafta sem
þú þekkir af eigin raun.
Hvernig birtast áhrif þeirra?
umræðuefni
Hefur þú séð dæmi um krafta sem verka án snertingar?
Á milli hvaða hluta verkuðu þeir kraftar?
1...,12,13,14,15,16,17,18,19,20,21 23,24,25,26,27,28,29,30,31,32,...43
Powered by FlippingBook