Eðlis- og stjörnufræði 1 - page 28

28
Námsgagnastofnum 2013
07011
Orka er eitt af mikilvægustu viðfangsefnum eðlisfræðinnar. Mest af þeirri orku
sem mannkynið notar er með einum eða öðrum hætti komið frá sólinni. Orkan
flæðir frá sólu til jarðar og veldur því að gróður vex, líf dafnar og hún knýr áfram
veðrakerfi, bæði vinda og úrkomu. Miklum fjármunum er varið í að kaupa orku,
hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki. Matur er lífsnauðsynlegur
orkugjafi fyrir líkamann, bensín og olía eru orkugjafar fyrir bíla, skip og flugvélar.
Víðast hvar á Íslandi fáum við nú á dögum orku til að hita hús frá heitu vatni
úr jörðinni. Í gamla daga fékkst sú orka oft með því að brenna mó en það eru
samanpressaðar jurtaleifar. Í dag er einnig unnin orka úr vatnsföllum og henni
breytt í raforku, flutt langar leiðir með háspennulínum og notuð til að lýsa upp
húsnæði og knýja hin ýmsu raftæki. Hér á landi er mestur hluti raforkunnar
notaður í orkufrekum iðnaði svo sem til að breyta súráli í ál. Orka skiptir svona
miklu máli í mannlegu samfélagi vegna þess að allt sem gert er krefst orku. Jafnvel
það að hugsa krefst orku en heilinn notar álíka mikla orku og dæmigerð ljósapera.
2.2
Farið yfir venjulegan dag
í huganum og veltið því
fyrir ykkur hvað af því sem
þið gerið krefst lítillar eða
engrar orku.
umræðuefni
Orka og mismunandi orkuform
1...,18,19,20,21,22,23,24,25,26,27 29,30,31,32,33,34,35,36,37,38,...43
Powered by FlippingBook