Eðlis- og stjörnufræði 1 - page 30

30
Námsgagnastofnum 2013
07011
Þyngdarstöðuorka:
Hlutur við yfirborð jarðar hefur
orku vegna staðsetningar sinnar miðað við jörðina. Eftir
því sem hluturinn er hærra uppi og massi hans meiri hefur
hluturinn meiri þyngdarstöðuorku. Þegar barn hoppar á
trampólíni er þyngdarstöðuorka barnsins mest þegar það er
í efstu stöðu.
Fjaðurstöðuorka:
Hlutir sem fjaðra, eins og teygjur,
svampar, gormar, bogar, uppblásnir boltar og blöðrur hafa í
sér orku vegna fjöðrunarinnar. Það er eiginleiki þessara hluta
að leita í ákveðna lögun. Sem dæmi þá vex fjaðurstöðuorka
teygju þegar togað er í hana.
Raforka.
Það felst orka í því hvernig rafhleðslur eru staðsettar
hver miðað við aðra. Í rafrás með rafhlöðu og ljósaperu ferðast
rafeindir eftir vír. Rafeindirnar hafa orku og hún minnkar þegar
þær fara í gegnum ljósaperuna. Orka rafeindanna breytist að
hluta í ljós og hita í ljósaperunni.
Orka
getur falist í því hvar hlutir eru staðsettir í afstöðu
hver til annars eða hvernig hlutir eru í laginu. Slíkt er kallað
stöðuorka
. Stöðuorka er flokkuð í ýmsa undirflokka:
1...,20,21,22,23,24,25,26,27,28,29 31,32,33,34,35,36,37,38,39,40,...43
Powered by FlippingBook