Eðlis- og stjörnufræði 1 - page 27

27
EÐLIS- OG STJÖRNUFRÆÐI
1.
Nefndu að minnsta kosti þrjú atriði sem einkenna krafta.
2.
Nefndu að minnsta kosti þrenns konar áhrif sem kraftar geta haft og
dæmi um þau.
3.
Vinnið tvö og tvö saman. Skrifið stutta sögu eða yrkið ljóð þar sem
ákveðinn kraftur og áhrif hans koma fyrir. Sagan þarf ekki að vera
löng, 5 til 10 línur og ljóðið svipað.
verkefni/UMRÆÐUR
Það eru núningskraftar frá veginum á dekk bílsins sem ýta honum af stað,
stöðva hann og láta hann beygja. Þess vegna skipta núningskraftar miklu
máli fyrir umferðaröryggi. Ástand vegar og dekkja hafa áhrif á þessa krafta.
Hálka, bleyta eða léleg dekk valda því að þeir verða veikir og þá verður mun
erfiðara að stjórna bílnum. Sú vegalengd sem fer í að stöðva bíl fer eftir
núningskröftum og hraða bílsins. Þessi vegalengd skiptist í tvo hluta, annars
vegar þá vegalengd sem bíllinn fer á meðan ökumaðurinn bregst við og hins
vegar þá vegalengd sem bíllinn fer eftir að búið er að stíga á bremsuna og
núningskraftarnir stöðva bílinn.
8,3 30
30
30
60
60
60
90
90
90
8,3
16,7
25
16,7
25
45
8,3
16,7
320
5
12
48
108
20
35
140
25
Þurrt malbik:
Blautt malbik:
Háll ís:
Viðbragðsvegalengd
Hemlunarvegalengd
km/klst
(m)
(m)
(m)
(m)
(m)
(m)
(m)
(m)
(m)
1...,17,18,19,20,21,22,23,24,25,26 28,29,30,31,32,33,34,35,36,37,...43
Powered by FlippingBook