Eðlis- og stjörnufræði 1 - page 21

21
EÐLIS- OG STJÖRNUFRÆÐI
Núningskraftar:
Þegar hlutir nuddast saman verkar á
milli þeirra kraftur sem leitast við að draga úr hreyfingu
þeirra. Þessi kraftur milli hlutanna kallast núningskraftur.
Bremsurnar á reiðhjólinu virka þannig að gúmmípúðar
þrýstast upp að gjörð hjólsins. Núningskraftar milli gjarðar-
innar og gúmmípúðanna hægja síðan á hreyfingu hjólsins.
Rafkraftar:
Ýmsir hlutir geta orðið rafmagnaðir og milli
rafmagnaðra hluta verka rafkraftar. Ámyndinni hafa blöðrurnar
verið rafmagnaðar með því að nudda þær með ull. Rafkraftar frá
blöðrunumrafmagna síðanhárið.Viðsjáumáhrif aðdráttarkrafta
á milli blaðranna og hársins. Takið eftir að rafkraftarnir verka án
snertingar á milli blaðranna og hársins.
Segulkraftar:
Sumir hlutir eru
segulmagnaðir. Segulmagnaðir hlutir
verka með krafti á aðra segulmagnaða
hluti og einnig á hluti úr ákveðnum
efnum, ekki síst járni. Á myndinni sést
að segullinn dregur til sín hluti úr járni.
Fjaðurkraftar:
Ýmsir hlutir hafa tilhneigingu til að halda lögun
sinni. Gormar og svampar eru dæmi um þetta. Ef lögun þess
konar hluta er breytt þá verka þeir með krafti vegna tilhneigingar
sinnar til að ná upprunalegri lögun. Dæmi um þetta er kraftur
sem verkar á ör. Boginn hefur tilhneigingu til að rétta úr sér þegar
hann er sveigður. Þess vegna verkar hann með togkrafti á boga-
strenginn þegar hann er spenntur og strengurinn verkar þá með
krafti á örina þegar honum er sleppt.
1...,11,12,13,14,15,16,17,18,19,20 22,23,24,25,26,27,28,29,30,31,...43
Powered by FlippingBook