Eðlis- og stjörnufræði 1 - page 32

32
Námsgagnastofnum 2013
07011
Lögmálið um varðveislu orkunnar
Margs konar orkubreytingar eru mögulegar. Orka getur færst á milli staða til dæmis með
geislun frá sólinni til jarðar. Orka getur einnig færst frá einum hlut til annars eins og frá
fæti yfir í fótbolta þegar sparkað er í boltann. Form orkunnar getur einnig breyst eins og
þegar efnaorka breytist í varmaorku við bruna.
Þrátt fyrir allar þessar mögulegu breytingar á orku þá breytist ekki heildarorkan í
veröldinni. Það er ekki hægt að búa til orku og heldur ekki að eyða orku. Þessi staðreynd
er eitt af mikilvægustu lögmálum eðlisfræðinnar og er það kallað
lögmálið um varðveislu
orkunnar
.
Stundum er sagt að það sé verið að eyða orku. Orka getur ekki eyðst en átt er við að
orkan breytist úr tilteknu formi þar sem auðvelt er að nota hana í eitthvert annað form
sem ekki er auðnýtanlegt. Til dæmis er orkusóun fólgin í því að hafa kveikt á ljósum
og raftækjum þegar ekki er verið að nota þau. Heildarorkan breytist ekki við þetta en
raforkan breytist í varmaorku. Raforkan er almennt auðnýtanleg og kostar peninga en
varmaorka sem felst í örlítilli hitastigshækkun heima hjá manni er lítils virði.
Orka, kraftar og vinna
Þegar kassa er lyft vex þyngdarstöðuorka hans. Orkan kemur frá þeim sem lyftir kassanum
þegar hann beitir á hann krafti. Reikna má út hve mikil þessi orka er með því að margfalda
saman kraftinn sem þarf að beita og þá vegalengd sem kassinn lyftist um.
Af hverju er oft talað um
mikilvægi þess að spara
orku?
1...,22,23,24,25,26,27,28,29,30,31 33,34,35,36,37,38,39,40,41,42,...43
Powered by FlippingBook