Eðlis- og stjörnufræði 1 - page 19

19
EÐLIS- OG STJÖRNUFRÆÐI
Við sjáum oft í umhverfi okkar áhrif sem kraftar hafa. Geturðu
nefnt dæmi um:
… hluti sem fara að hreyfast eftir að hafa verið kyrrstæðir?
… hluti sem stöðvast eftir að hafa verið á hreyfingu?
… hluti sem breyta um stefnu?
Hvaða kraftar valda þessum breytingum á hreyfingu hlutanna?
verkefni
Kraftar halda efnum saman
Samloðunarkraftar í vatni valda því að vatns-
droparnir haldast saman en detta ekki sundur
í marga smærri dropa. Þetta eru aðdráttar-
kraftar á milli sameinda vatnsins.
Kraftar breyta lögun hlutar
Þegar blaðra er kreist eru það kraftar
frá höndunum sem virka á blöðruna og
breyta lögun hennar.
Kraftar hita hlut
Hægt er að kveikja eld með því að nudda saman við-
arbútum. Þegar það er gert eru það núningskraftar
sem verka á milli viðarbútanna sem valda því að þeir
hitna svo mikið að það kviknar í þeim.
1...,9,10,11,12,13,14,15,16,17,18 20,21,22,23,24,25,26,27,28,29,...43
Powered by FlippingBook