Eðlis- og stjörnufræði 1 - page 26

26
Námsgagnastofnum 2013
07011
Núningskraftar hafa mótað samfélög fólks. Samgöngur snúast fyrst
og fremst um það að reyna að gera áhrif núningskrafta eins lítil og
mögulegt er. Uppgötvun á hjólinu og eiginleikum þess er talin ein af stóru
tæknibyltingunum. Fyrr á tímum þegar ekki var til öflugt kerfi af þjóðvegum
og járnbrautum, var mun hagkvæmara að flytja vörur með skipum vegna þess
að núningskraftur verkar mun minna á þau en farartæki á landi. Þess vegna
voru höf og ár helstu samgönguleiðir. Höf og ár sameinuðu þannig landsvæði,
borgir mynduðust þar sem skip gátu gengið og heilu menningarsvæðin
mynduðust við strendur sem lágu að sameiginlegum hafsvæðum. Þetta á til
dæmis við um forngríska menningarsvæðið í kringum Miðjarðarhaf og um
áhrifasvæði Norðurlandabúa á víkingaöld. Þannig hafa núningskraftar haft
áhrif á sögu mannkynsins.
Þegar maður ekur bíl er hreyfing bílsins alltaf að breytast. Bíllinn fer af stað,
hraðinn eykst og minnkar, bíllinn breytir um stefnu og stöðvast. Hvaða
kraftar ætli það séu sem breyta hreyfingu bílsins? Hvað verkar með þeim
krafti á bílinn?
Nefndu borgir í Evrópu sem liggja við skipgengar ár. Nauðsynlegt er að
hafa landakort við höndina til að finna dæmi um slíkar borgir.
umræðuefni
Hestvagn í Mið-Austurlöndum
fyrir rúmlega 4500 árum. Þessi
mynd er hluti af grafskreytingu
konungsins Ur_Pabilsag. Takið
eftir hjólunum. Um 1000 árum
áður en myndin var gerð varð
fólk á þessum slóðum fyrst til
að nota hjól.
1...,16,17,18,19,20,21,22,23,24,25 27,28,29,30,31,32,33,34,35,36,...43
Powered by FlippingBook