Eðlis- og stjörnufræði 1 - page 25

25
EÐLIS- OG STJÖRNUFRÆÐI
Meira um núningskrafta
Taktu bók og leggðu á borð. Ýttu nú á bókina, í byrjun svo laust að hún
hreyfist ekki og auktu síðan kraftinn þangað til bókin rennur af stað;
ýttu henni þá stutta vegalengd.
Bókin rennur ekki af stað um leið og þú ýtir á hana vegna þess að það verkar
jafnstór núningskraftur á hana sem vegur upp kraftinn sem þú beitir. Þegar
þú ýtir fastar á bókina vex núningskrafturinn jafn mikið svo bókin hreyfist
ekki úr stað. Núningskrafturinn getur hins vegar ekki vaxið nema upp að
ákveðnu marki og þegar þú ýtir með enn meiri krafti þá rennur bókin af stað.
Hún rennur síðan áfram á meðan þú ýtir á hana en stöðvast mjög fljótlega
eftir að þú hættir að ýta. Það verkar nefnilega núningskraftur á bókina frá
borðinu meðan hún rennur og sá kraftur stöðvar hana þegar krafturinn frá
þér hættir að vega upp á móti núningskraftinum.
Sýndartilraun:
Smelltu á slóðina
og fylgdu leiðbeiningunum þar og veldu „Run Now“.
Núningskraftar af þessum toga verka á milli allra hluta sem snertast og
nuddast saman. Þannig kraftar vinna á móti hreyfingu og vegna áhrifa þeirra
eru flestir hlutir í umhverfi okkar kyrrir.
verkLEG ATHUGUNi
1...,15,16,17,18,19,20,21,22,23,24 26,27,28,29,30,31,32,33,34,35,...43
Powered by FlippingBook