Eðlis- og stjörnufræði 1 - page 14

14
Námsgagnastofnum 2013
07011
Stærsti loftsteinn sem fundist hefur nefnist Hoba-loftsteinninn eftir
sveitabæ í Namibíu í suðurhluta Afríku. Áætlað er að hann vegi um
66 tonn sem er meira en 6 fullvaxnir Afríkufílar. Steinninn fannst fyrir
tilviljun árið 1920 þegar bóndi var að plægja akur. Hann er svo þungur
að ekki hefur verið gerð tilraun til þess að flytja hann frá þeim stað þar
sem hann fannst. Á hverju ári koma mörg þúsund ferðamenn til þess
að skoða loftsteininn.
Vissir þú að
… flestar stjörnur sem við sjáum á himninum eru
sólstjörnur eins og sólin okkar en samt af ýmsum
stærðum og gerðum?
… í vetrarbrautinni okkar eru um 200–400 milljarðar
sólstjarna.
… tunglmyrkvi sést frá allri næturhlið jarðar en sólmyrkvi
sést aðeins frá litlu svæði á daghliðinni (sjá mynd).
… svartholið í miðju vetrabrautar okkar hefur massa sem er
yfir þrem milljón sinnum meiri en massi sólarinnar.
Geimfarar í rússnesku geimstöðinni MIR fylgdust
með sólmyrkva utan úr geimnum árið 1999.
Hoba loftsteinninn er úr járni og vegur um 66 tonn.
Vísindamoli
1...,4,5,6,7,8,9,10,11,12,13 15,16,17,18,19,20,21,22,23,24,...43
Powered by FlippingBook