Eðlis- og stjörnufræði 1 - page 31

31
EÐLIS- OG STJÖRNUFRÆÐI
Efnaorka:
Í sameindum efna felst orka sem getur losnað
við efnahvörf. Þessi orka er í raun rafstöðuorka rafhleðsla
í sameindum. Dæmi um efnaorku er orkan sem fæst úr
matvælum, orka sem bílar fá úr eldsneyti og orkan sem er í
hita og ljósi sem kemur frá kertaloga.
Orka í hljóði:
Hljóð ber með sér orku.Ámyndinni til hliðar er listaverk
eftir Finnboga Pétursson þar sem hann lætur hljóð frá hangandi hátalara
hreyfa yfirborð vatns. Við það myndast mynstrið sem sést á myndinni.
Orka í ljósi ogannarri rafsegulgeislun:
Ljós er sýnileg rafsegulgeislun
og ber með sér orku eins og önnur rafsegulgeislun. Hægt er að finna
fyrir áhrifum þessarar orku úti í sólskini, því þá hitnar húðin. Orkan
frá sólinni er ekki bara í sýnilega ljósinu heldur einnig í innrauðri og
útfjólublárri geislun. Útfjólublá geislun getur valdið sólbruna og jafnvel
húðkrabbameini, vegna þess að hún er orkumeiri. Þess vegna er mikilvægt
að verjast útfjólubláu geisluninni með því að nota sólarvörn.
Kjarnorka:
Kjarnar frumeinda eru gerðir úr róteindum
og nifteindum og milli þessara öreinda verka afar sterkir
kraftar. Í sumum tilfellum getur losnað gríðarleg orka
þegar kjarnar frumeinda breytast. Slíkt á sér stað inni í
sólinni, í kjarnorkuverum og í kjarnorkusprengingum.
Hvaða orkuform koma við sögu í lífi þínu, til dæmis þegar þú ert á leið
í skólann, stundar íþróttir, þegar þú situr og spjallar við fjölskylduna?
umræðuefni
1...,21,22,23,24,25,26,27,28,29,30 32,33,34,35,36,37,38,39,40,41,...43
Powered by FlippingBook