Eðlis- og stjörnufræði 1 - page 24

24
Námsgagnastofnum 2013
07011
Í stærra samhengi er það fleira en jörðin sem hefur nægjanlegan massa til
að hafa áhrif með þyngdarkröftum. Þyngdarkraftar milli tunglsins og hafsins
valda til dæmis sjávarföllum við strendur landa. Sólin hefur mestan massa
alls í sólkerfinu og þyngdarkraftar milli hennar og reikistjarnanna halda
sólkerfinu saman.
Eins og rafkraftar og segulkraftar þá geta þyngdarkraftar verkað á milli hluta
án þess að þeir snertist. Þyngdarkraftar eru hins vegar öðruvísi að því leyti að
þeir eru alltaf aðdráttarkraftar. Hins vegar geta bæði rafkraftar og segulkraftar
eftir aðstæðum verkað sem aðdráttar- eða fráhrindikraftar.
Hvað væri öðruvísi hjá okkur á jörðinni ef þyngdarkraftar væru talsvert
veikari en þeir eru? Hvað yrði öðruvísi ef þyngdarkraftarnir væru
sterkari?
umræðuefni
1...,14,15,16,17,18,19,20,21,22,23 25,26,27,28,29,30,31,32,33,34,...43
Powered by FlippingBook