Eðlis- og stjörnufræði 1 - page 16

16
Námsgagnastofnum 2013
07011
Kraftar – ósýnilegir en hafa áhrif
Annie Mist þarf að beita kröftum til að lyfta lóðunum en við sjáum ekki
þá krafta. Þegar hendurnar verka með nægjanlega miklum krafti á lóðin þá
lyftast þau upp og það þarf líka að beita krafti til að halda þeim á lofti. Raunar
beitum við kröftum alltaf þegar við hreyfum okkur þó sjaldan séu það jafn
miklir kraftar og beita þarf í lyftingum. En kraftar eru að verki allt í kringum
okkur og ekki bara þegar fólk beitir þeim meðvitað. Það verka kraftar á alla
hluti og okkur sjálf. Hvort sem hlutir eru kyrrstæðir eða hreyfast þá er það
vegna krafta. Þegar setið er í stól þá verkar sá sem á honum situr með krafti
á stólinn og stóllinn verkar með krafti á þann sem situr í honum. Kraftar eru
ósýnilegir en við getum hins vegar oft séð og stundum fundið fyrir áhrifum
þeirra.
Orðið kraftur hefur nákvæmari merkingu í vísindum en í daglegu tali og
þess vegna þarf að vanda sig þegar orðið er notað á vísindalegan hátt. Stundum
er sagt að það sé „kraftur í einhverju“ og að einhver „sé kraftmikill“. Vissulega
hafa sumir vöðva sem gera þeim kleift að beita miklum kröftum og til eru
tæki og vélar sem geta verkað með miklum krafti á aðra hluti. Í vísindum má
hins vegar ekki segja að kraftur sé í hlutum eða fólki. Þegar orðið kraftur er
notað með vísindalegum hætti þá er sagt að kraftur
verki
á hlut og að einn
hlutur
verki
með
krafti
á annan hlut.
2.1
Annie Mist Þórisdóttir
lyftir lóðum.
1...,6,7,8,9,10,11,12,13,14,15 17,18,19,20,21,22,23,24,25,26,...43
Powered by FlippingBook