Eðlis- og stjörnufræði 1 - page 17

17
EÐLIS- OG STJÖRNUFRÆÐI
Hægt er að finna fyrir krafti frá hlut sem liggur kyrr. Náðu í þykka
bók. Leggðu aðra höndina flata á borð og síðan bókina ofan á hana.
Láttu bókina liggja þar kyrra í smá stund og beindu athygli þinni að
því sem þú finnur fyrir með hendinni. Taktu eftir því hvernig bókin
ýtir ofan á hana. Það sem þú finnur fyrir er kraftur sem bókin ýtir á
höndina með. Taktu líka eftir því að borðið ýtir upp undir höndina.
Þar finnur þú fyrir krafti sem borðið verkar með á höndina. Þú
finnur fyrir þessum kröftum en þú sérð þá ekki. Maður getur fundið
fyrir kröftum sem verka á mann sjálfan. Hvorki borðið né bókin
hreyfast en samt verka báðir þessir hlutir með krafti á höndina.
Þetta sýnir okkur að hlutir geta verkað með krafti á aðra hluti án
þess að þeir hreyfist.
Mælingar krafta og einingin Njúton
Það getur verið erfitt að mæla krafta. Í einföldustu tilfellum má nota
kraftmæli sem búinn er til úr gormi. Því meiri sem krafturinn er því meira
togast gormurinn í sundur. Kvarði við gorminn sýnir svo styrk togkraftsins.
Einnig eru til tölvutengdir kraftmælar sem nota má til að mæla krafta sem
breytast skyndilega, til dæmis við árekstur tveggja hluta á ferð.
Stærð krafta er gefin upp í einingunni Njúton og er þá táknuð með
N
.
Til þess að átta sig á því hvað einingin Njúton er stór má miða við að það
þarf 10 N kraft til að lyfta upp einum lítra af mjólk og 100 N kraft til að
lyfta 10 kg hlut.
Áhrif krafta
Kraftar hafa margvísleg áhrif og við skulum skoða nokkur dæmi um þau.
Þeir geta haft áhrif á það hvernig hlutir hreyfast og einnig hvernig þeir eru
í laginu. Þegar bókin lá ofan á hendinni á þér fannstu fyrir kröftunum frá
bókinni og frá borðinu á höndina. Í fæstum tilfellum finnur maður beint
fyrir áhrifum krafta en hins vegar sjáum við oft þau áhrif sem þeir hafa.
Hér á eftir koma nokkrar myndir sem sýna áhrif krafta og það sem þeir
geta gert. Í þessum dæmum sjáum við krafta valda því að hlutur fer af stað,
stoppar eða breytir um stefnu. Við sjáum líka dæmi um að kraftar hafa
áhrif á það hvernig hlutir eru í laginu og hvernig lögun þeirra breytist.
Örvarnar tákna krafta sem verka á höndina.
Taktu nú höndina undan bókinni en
láttu bókina liggja áfram á borðinu.
Verkar ennþá kraftur frá bókinni niður
á við? Á hvaða hlut verkar sá kraftur?
Hvað með kraft frá borðinu; er hann
enn til staðar og á hvað verkar hann?
umræðuefni
verkLEG ATHUGUNi
1...,7,8,9,10,11,12,13,14,15,16 18,19,20,21,22,23,24,25,26,27,...43
Powered by FlippingBook