Eðlis- og stjörnufræði 1 - page 12

12
Námsgagnastofnum 2013
07011
Er hægt að sjá í gegnum hluti?
Á ferðalögum kemur eðlisfræðin víða við sögu. Ferðamenn
sem ferðast með flugi milli landa þurfa að fara í gegnum
öryggiseftirlit áður en þeir fara upp í flugvélarnar sem flytja
þá á áfangastað. Flestir sem hafa farið í gegnum öryggiseftirlit
muna eftir því hvernig það fer fram. Allir farþegar þurfa að
setja handfarangur sinn á færiband ásamt belti, skóm og
öðrum lausum hlutum sem fara í gegnum tæki eins og sést á
myndinni. Færri hafa velt fyrir sér þeirri eðlisfræði sem liggur
að baki framleiðslu á slíku tæki. Þegar handfarangurinn fer
inn í gegnumlýsingartækið eru háorkuröntgengeislar sendir í
gegnum farangurinn. Síðan skráir nemi þær breytingar sem
verða á stefnu geislanna eða á endurvarpi þeirra. Með þessari
aðferð er hægt að skoða innihald farangursins með það í huga
að finna ólöglega hluti eins og vopn.
Röntgengeislar eru ein tegund rafsegulbylgna. Aðrar
rafsegulbylgjur eru t.d. útvarpsbylgjur, sýnilegt ljós og
gammageislar. Þegar röntgengeislar ferðast í gegnum efni
dofna þeir á leið sinni. Hve mikið þeir dofna fer aðallega
eftir þéttni og eðlismassa efnisins og orku geislanna sjálfra.
Þessi vitneskja er síðan notuð til að framleiða tæki til að t.d.
1.4
Heilskanni.
Röntgenmyndir úr heilskanna.
1...,2,3,4,5,6,7,8,9,10,11 13,14,15,16,17,18,19,20,21,22,...43
Powered by FlippingBook