Eðlis- og stjörnufræði 1 - page 18

18
Námsgagnastofnum 2013
07011
Kraftur kemur hlut á hreyfingu
Kraftar geta látið hluti hreyfast úr stað og þegar
spjóti er kastað þá er það kraftur frá hendinni
sem verkar á spjótið og ýtir því af stað.
Kraftur stöðvar hreyfingu hlutar
Kraftar geta líka stöðvað hreyfingu hluta.
Þegar barnið grípur boltann þá verkar kraftur
frá barninu á boltann. Sá kraftur ýtir á móti
hreyfingu boltans og stöðvar hann.
Kraftur breytir hreyfistefnu hlutar
Kraftar geta breytt stefnu hluta og þegar
markvörður í fótbolta kýlir boltann frá mark-
inu er það kraftur frá hendinni á boltann sem
breytir stefnu hans.
1...,8,9,10,11,12,13,14,15,16,17 19,20,21,22,23,24,25,26,27,28,...43
Powered by FlippingBook