Eðlis- og stjörnufræði 1 - page 13

13
EÐLIS- OG STJÖRNUFRÆÐI
umræðuefni
Innri gerð jarðar.
gegnumlýsa farangur, taka röntgenmyndir af líkamanum eða
til að sjá í gegnum hluti.
Á sumum flugvöllum er notaður heilskanni sem byggist á
þessari þekkingu. Heilskanninn sér í gegnum föt farþeganna
á augabragði.Með honum er hægt að finna vopn og sprengjur
sem gerðar eru úr efni sem aðrir skannar finna ekki.
Bylgjur koma einnig við sögu við rannsóknir á innri gerð
jarðar. Þannig vitum við að jörðin er með harða jarðskorpu,
seigan möttul og kjarna úr málmi. Til þess að sjá þetta
nýtum við okkur bylgjur sem myndast við jarðskjálfta. Þegar
jarðskjálfti verður þá losnar mikil orka úr læðingi og þá
myndast tvær tegundir bylgna sem nefnast P- og S-bylgjur.
Báðar tegundirnar ferðast í gegnum jörðina en haga sér
mismunandi eftir efninu sem þær berast eftir. Með því að
skoða ferðalag þessara bylgna er hægt að meta hvar mörk
innri og ytri kjarna jarðar eru, hvar fast efni er að finna og
hvar efnið er fljótandi.
Hverjir eru kostir og gallar þess að
geta séð inn í og gegnum hluti?
1...,3,4,5,6,7,8,9,10,11,12 14,15,16,17,18,19,20,21,22,23,...43
Powered by FlippingBook