Eðlis- og stjörnufræði 1 - page 20

20
Námsgagnastofnum 2013
07011
Dæmi ummismunandi krafta
Við höfum skoðað dæmi um þau áhrif sem kraftar geta haft. Nú skulum við í
framhaldi af því skoða nokkur dæmi um mismunandi krafta.
Kraftar frá vélum:
Margs konar vélar byggjast á því
að hlutar þeirra geti hreyfst og verkað með krafti á aðra
hluti. Dæmi um þetta eru bílvélar og rafmótorar. Þegar
rafmagnsþeytari er notaður til að þeyta egg snýr rafmótor
spöðunum og spaðarnir verka með krafti á eggið.
Þyngdarkraftar jarðar:
Jörðin togar með
þyngdarkrafti í alla hluti sem eru nálægt henni.
Þessi kraftur verkar í átt að miðju jarðar og veldur
því að hlutir detta. Bækurnar eru stöðugar á hillunni
ef krafturinn frá hillunni vegur upp þyngdarkraft
jarðar. Þær bækur sem hillan styður ekki við detta
vegna þess að þyngdarkrafturinn togar þær niður og
enginn annar kraftur vegur þar á móti.
Vöðvakraftar:
Við getum notað líkamann til að
beita kröftum. Við lyftum, ýtum, togum og grípum.
Allir þessir mismunandi kraftar líkamans byggjast á
togkröftum vöðvanna. Þeir eru gerðir úr vöðvaþráðum
sem geta dregist saman og við það myndast togkraftar.
Togkraftur í „þríhöfðavöðvanum“ veldur krafti sem
verkar á beinið. Beinið flytur síðan kraftinn fram í
höndina sem verkar með krafti á lóðið sem lyftist.
1...,10,11,12,13,14,15,16,17,18,19 21,22,23,24,25,26,27,28,29,30,...43
Powered by FlippingBook