Eðlis- og stjörnufræði 1 - page 10

10
Námsgagnastofnum 2013
07011
Tvær stúlkur finna sprengistjörnur
Árið 2008 sá 13 ára stúlka frá Bandaríkjunum undarlegan
ljósblett á mynd af fjarlægri vetrarbraut. Við nánari skoðun
kom í ljós að ljósbletturinn var stjarna sem hafði sprungið
og var stúlkan því yngsta manneskjan í sögunni til þess að
uppgötva sprengistjörnu í annarri vetrarbraut. Þetta met stóð
í tvö ár en þá fann 10 ára stúlka frá Kanada ásamt föður sínum
sprengistjörnu í vetrarbraut í stjörnumerkinu Gíraffanum.
Þar sem vetrarbrautin er í um 250 milljón ljósára fjarlægð var
ljósið frá sprengingunni um 250 milljón ár á leið til jarðar.
Stjarnan hefur því sprungið á svipuðum tíma og risaeðlurnar
urðu áberandi hér á jörðinni en það tók ljósið allan þennan
tíma að komast til jarðar.
Caroline Moore var 13 ára þegar hún uppgötvaði
sprengistjörnu á mynd af fjarlægri vetrarbraut.
Kathryn Grey var 10 ára þegar hún
uppgötvaði sprengistjörnu.
1,2,3,4,5,6,7,8,9 11,12,13,14,15,16,17,18,19,20,...43
Powered by FlippingBook