Eðlis- og stjörnufræði 1 - page 8

8
Námsgagnastofnum 2013
07011
Um einingakerfi og mælingar
Við vitum flest hvað við erumgömul, þung og há en þessar upplýsingar byggjast ámælingum
á tíma, massa og lengd. Allar mælingar byggjast á samanburði við viðmiðunareiningar.
Þegar Eydís segir að hún sé 15 ára merkir það að tíminn sem leið frá því að hún fæddist
þangað til að hún átti síðast afmæli er 15 sinnum lengri en tíminn sem það tekur jörðina
að fara í kringum sólu. Anna segir að hún sé 172 cm vegna þess að á málbandi eru 172
sentimetrar milli gólfsins og hvirfilsins á henni. Til að hægt sé að bera saman stærðir þarf
nota sömu mælieiningar. Við vitum að Anna og Gunnar eru jafn há og þau eru 7 cm hærri
en Eydís. Það er erfiðara að bera hæð þeirra saman við hæð Bjarna vegna þess að hún er
gefin upp í fetum og þumlungum. Nú á dögum er hægt að reikna út hvað Bjarni er hár í
metrum af því að eitt fet er 0,3048 m og einn þumlungur er 2,54 cm en fram til 1959 var
lengdin á fetum og þumlungum mismunandi eftir svæðum og löndum. Getur þú reiknað
út hvað Bjarni er hár?
Skiptirmáli að allir noti sömu einingar? Bæði í viðskiptumog vísindumskiptirmiklumáli
að fólk geti skipst á nákvæmum upplýsingum um stærðir. Í gamla daga var mannslíkaminn
oft notaður sem kvarði á lengd. Eitt fet var þá lengd á fæti frá hæl til táar og þumlungur var
breidd þumalfingurs. Þetta er þægilegt vegna þess að mælitækin, fætur og þumalfingur, eru
aðgengileg. Stóri gallinn við þessa kvarða er að fólk hefur mislanga fætur og misstóra fingur
1.3
1,2,3,4,5,6,7 9,10,11,12,13,14,15,16,17,18,...43
Powered by FlippingBook