Eðlis- og stjörnufræði 1 - page 7

7
EÐLIS- OG STJÖRNUFRÆÐI
tunglinu. Þeir náðu sex klukkustunda hvíld áður en tunglferjan hóf sig á
loft og sameinaðist geimfarinu á braut umhverfis tunglið. Geimfararnir
þrír flugu síðan saman til jarðar og lentu í Kyrrahafinu þann 24. júlí
eftir átta daga leiðangur. Geimfararnir voru strax eftir lendinguna settir
í þriggja vikna einangrun því sá möguleiki var fyrir hendi að þeir gætu
borið framandi bakteríur til jarðar.
Eftir tvær tunglferðir til viðbótar voru vísindamenn loksins sannfærðir
um að ekkert líf væri að finna á tunglinu og því engin nauðsyn á því að
setja geimfara lengur í einangrun. Alls lentu tólf geimfarar á yfirborði
tunglsins í sex leiðöngrummeð Apolló geimförunum en engin manneskja
hefur lent á tunglinu eftir að þeim lauk 1972. Í Apolló 13 leiðangrinum
kom upp bilun í geimfarinu á leiðinni til tunglsins svo geimfararnir urðu
að snúa við. Áhöfnin náði þó að komast heilu og höldnu aftur til jarðar.
Apollóleiðangrarnir höfðu ómetanlegt gildi fyrir rannsóknir á
tunglinu. Meðal annars uppgötvuðu vísindamenn að tunglið hafði líklega
orðið til eftir risaárekstur þegar hnöttur á stærð við reikistjörnuna Mars
rakst á jörðina. Við áreksturinn þeyttist mikið af efni út í geim sem síðar
rann saman og myndaði tunglið.
Geimfararnir í Apolló 11 leiðangrinum lentu
í útjaðri Hafs kyrrðarinnar sem er risastór
hraunslétta á tunglinu. Haf kyrrðarinnar sést
auðveldlega með berum augum sem dökkur
blettur á tunglinu.
Það er mjög dýrt að senda fólk út í geim en að sama skapi hafa verið
gerðar ýmsar uppgötvanir í geimferðum. Á að halda áfram að senda
fólk út í geim? Getur það skipt máli fyrir framtíð mannkyns? Hvað
finnst þér?
umræðuefni
Hér sést tunglferjan snúa aftur til baka
frá yfirborði tunglsins með tvo geimfara
innanborðs. Myndin er tekin úr geimfarinu
þar sem þriðji geimfarinn dvaldi allan tímann
á braut umhverfis tunglið. Takið eftir jörðinni
sem sést ofan við sjóndeildarhringinn.
1,2,3,4,5,6 8,9,10,11,12,13,14,15,16,17,...43
Powered by FlippingBook