6
        
        
          Námsgagnastofnum 2013
        
        
          –
        
        
          07011
        
        
          Geimfarar lenda á tunglinu
        
        
          Eitt  merkilegasta tækniafrek 20. aldar var að senda menn til tunglsins.
        
        
          Talið er að um 400 þúsund manns með margvíslega kunnáttu í tækni og
        
        
          vísindum hafi undirbúið leiðangurinn.
        
        
          Heimsbyggðin stóð á öndinni þann 16. júlí 1969 þegar Apolló 11
        
        
          leiðangurinn lagði af stað í fyrstu tunglferðina. Risavaxin Saturn V
        
        
          eldflaug hóf sig á loft frá Flórída en efst á henni var lítið geimfar með
        
        
          þrjá geimfara um borð.
        
        
          Eftir þriggja sólarhringa ferðalag komst geimfarið á braut um tunglið.
        
        
          Þar fóru geimfararnir Neil Armstrong og Edwin Aldrin um borð í
        
        
          tunglferju en félagi þeirra, Michael Collins, varð eftir í geimfarinu. Það
        
        
          var Neil Armstrong sem stýrði tunglferjunni niður á yfirborðið en síðar
        
        
          kom í ljós að eldsneytið sem ætlað var til lendingar hefði aðeins dugað
        
        
          í 25 sekúndur til viðbótar. Í skipulagi leiðangursins var gert ráð fyrir
        
        
          því að geimfararnir tveir svæfu í fimm klukkustundir eftir lendinguna.
        
        
          Þeir bjuggust hins vegar ekki við því að geta sofið og hófu því strax að
        
        
          undirbúa rannsóknir á yfirborði tunglsins. Rúmum sex klukkustundum
        
        
          eftir að tunglferjan lenti á yfirborðinu steig Neil Armstrong fyrstur
        
        
          manna fæti sínum á tunglið og mælti hin eftirminnilegu orð: „Þetta
        
        
          er lítið skref fyrir einn mann en risastökk fyrir mannkynið.“ Á tæpum
        
        
          þremur klukkustundum söfnuðu Armstrong og Aldrin rúmlega 20
        
        
          kg af tunglgrjóti og komu einnig fyrir mælitækjum til rannsókna á
        
        
          Edwin Aldrin við bandaríska fánann á tunglinu í
        
        
          júlí árið 1969. Fáninn virðist blakta en ef vel er
        
        
          að gáð sést að hann er festur við lárétta stöng
        
        
          sem heldur honum uppi. Ef stöngin væri ekki til
        
        
          staðar þá myndi fáninn lafa því það er enginn
        
        
          lofthjúpur eða vindur á tunglinu.
        
        
          Saturn V eldflaug af þeirri gerð sem kom geim
        
        
          förunum sem fóru til tunglsins út fyrir lofthjúp
        
        
          jarðar var um 110 metrar á hæð. Til samanburðar
        
        
          er Hallgrímskirkjuturn um 74 metrar á hæð.
        
        
          1.2