Eðlis- og stjörnufræði 1 - page 5

5
EÐLIS- OG STJÖRNUFRÆÐI
5
Vísindamolar
Í þessum kafla er sagt frá ýmsum aðstæðum
og fyrirbærum þar sem eðlisfræði og
stjörnufræði koma við sögu.
Árið 1997 náði BretinnAndyGreen hraðanum
1228 kílómetrar á klukkustund á bílnum
Thrust SuperSonic. Þetta var heimsmet því
ekkert farartæki hafði komist á meiri hraða
á yfirborði jarðar. Hann varð um leið fyrstur
manna til þess að rjúfa hljóðmúrinn í bíl.
Árið 1054 sást stjarna springa í stjörnumerkinu
Nautinu. Stjarnan var svo björt eftir
sprenginguna að hún sást bæði dag og nótt í
nokkrar vikur. Leifar stjörnunnar sjást sem
gasþoka sem nefnist Krabbaþokan. Í miðju
Krabbaþokunnar er nifteindastjarna sem
snýst um 30 sinnum á sekúndu í kringum
sjálfa sig. Mjög stórar stjörnur enda aldur sinn
í sprengingu og mynda nifteindastjörnu eða
svarthol.
Thrust SuperSonic er nú til sýnis á samgöngusafninu í Coventry
á Englandi.
Maður í Faradaybúri.
Krabbaþokan.
Þegar rafstraumur fer um loft þá gefur loftið frá
sér ljósglampa sem við köllum eldingu. Loftið
hitnar, þenst snögglega út og sendir frá sér hljóð
sem nefnist þruma. Þetta gerist í náttúrunni
þegar ský safna rafhleðslu. Einnig er hægt að
búa til eldingar í rannsóknarstofu eins og sést á
myndinni. Manneskjan á myndinni er örugg því
hún er inni í svonefndu Faradaybúri sem leiðir
hleðsluna niður í jörðina.Á sama hátt er öruggara
að vera inni í bíl en utandyra í þrumuveðri því
rafhleðslan berst eftir yfirborði bílsins.
1,2,3,4 6,7,8,9,10,11,12,13,14,15,...43
Powered by FlippingBook