Eðlis- og stjörnufræði 1 - page 4

4
Námsgagnastofnum 2013
07011
Albert Einstein.
Hvers vegna lærum við eðlisfræði? Hvernig getur hún verið
gagnleg fyrir okkur sem einstaklinga og fyrir mannkynið í heild?
Hvaða gagn hefur mannkynið haft af kenningum Alberts
Einsteins?
Hvaða áhrif höfðu þær á gang síðari heimstyrjaldar?
umræðuefni
Albert Einstein er einn af þekktustu vísindamönnum 20. aldar.
Hann fæddist í Þýskalandi árið 1879. Einstein er þekktastur fyrir
afstæðiskenningar sínar en í þeim felst meðal annars að tími og vegalengd
breytast þegar hlutir nálgast ljóshraða, að ljós beygir þegar það fer nálægt
mjög þungum hlutum eins og stóru svartholi og að massi er eitt form
orkunnar samkvæmt jöfnunni E = mc
2
. Hann fékk Nóbelsverðlaunin í
eðlisfræði árið 1921.
1,2,3 5,6,7,8,9,10,11,12,13,14,...43
Powered by FlippingBook