20
hefur minni áhrif á matarlyst og svefn en þau lyf sem innihalda
methýlfenidat. Það getur þó valdið ógleði og haft róandi áhrif.
39
Í
engum tilfellum á að beita lyfjameðferð án þess að gerð hafi verið
vönduð greining á einkennum barns. Talið er að um 75–80% barna
með ADHD svari lyfjameðferð.
Óhefðbundnar meðferðarleiðir
Á Íslandi, sem og víðar í heiminum, leita sífellt fleiri í óhefðbundnar
meðferðir við ýmsum kvillum og röskunum, sama á við um foreldra
barna með ADHD. Er þá helst að nefna leiðir eins og breytt mataræði,
bætiefni, höfuðbeina- og spjaldhryggjarjöfnun, hómópatíu, aukna
útiveru og hreyfingu og fleira. Rannsóknir sem styðja árangur þessara
meðferða hafa ekki uppfyllt kröfur vísindasamfélagsins. Á síðasta
áratug hefur þó fjölgað rannsóknum sem styðja ýmsar óhefðbundnar
meðferðir sem hluta af samsettri meðferð.
40
Kennsla grunnskólanema með ADHD
Allflest börn og unglingar sem greinast með ADHD eiga erfitt með að
mæta reglum og kröfum í daglegu lífi og skólastarfi. Er þá m.a. átt við
sjálfstæð og öguð vinnubrögð, sem hamla getu þeirra til að skipuleggja
heimanám og axla ábyrgð á námsgögnum, halda sig að verki og ljúka
verkefnum. Skipulagsleysi á mörgum sviðum getur bitnað á náminu.
Ekki er óalgengt að börn með ADHD glími við hægan vinnsluhraða
og erfiðleika í vinnsluminni, sem takmarka afköst og úthald við nám
og skerða hæfni til að geyma upplýsingar í minni, vinna úr þeim og
komast að niðurstöðu. Um helmingur nemenda með ADHD greinist
með sértæka námserfiðleika sem birtast m.a. í lestrar- og ritunarnámi,
við að skilja stærðfræðileg hugtök og beita þeim, leysa löng, samfelld
verkefni svo eitthvað sé nefnt.
41
Erfitt getur reynst að átta sig á hvar vandi barns með ADHD liggur
þar eð ástundun þess er oft sveiflukennd. Tímabil geta komið þar sem
barnið virðist ráða vel við námið og sýnir eðlileg afköst án þess að
það sé viðvarandi. Því er ekki óalgengt að kennarar dragi þá ályktun
1...,12,13,14,15,16,17,18,19,20,21 23,24,25,26,27,28,29,30,31,32,...67