Dauði Jesús

Kristni / Forsaga - Líf Jesús / Dauði Jesús

Sækja pdf-skjal

 

Dauði Jesús Margir voru sammála því sem Jesús boðaði en hann gagnrýndi líka trúariðkun gyðinga að mörgu leyti. Innan gyðingdómsins var því fullt af fólki sem ekki gat sætt sig við þess háttar gagnrýni. Jesús ógnaði því sem fyrir var og því voru margir honum reiðir og vildu láta taka hann af lífi fyrir guðlast. Þegar búið var að handtaka hann í Getsemane var hann leiddur fyrir landshöfðingjann sem hét Pontíus Pílatus. Pílatus gat ekki dæmt hann til dauða fyrir guðlast. Hann varð hins vegar fyrir miklum þrýstingi frá fólkinu um að dæma Jesú og ákvað því að dæma hann fyrir landráð þ.e. að ætla að gera sjálfan sig að konungi Gyðinga. Jesús var því dæmdur til dauða og krossfestur eins og aðrir sakamenn á þessum tíma. Farið var með hann upp á hæð sem hét Golgata. Menn voru mjög hissa á að Jesús skyldi ekki reyna að bjarga eigin skinni þar sem hann hafði sýnt að hann gat gert ýmis kraftaverk. En Jesús óttaðist ekki dauðann og vissi að hann yrði að ganga í gegnum þessa þraut til að sýna mönnum fram á að Guðsríki væri til. Þegar líða tók á daginn dimmdi yfir öllu og Jesús hrópaði „Faðir í þínar hendur fel ég anda minn “(Lk23.46), því næst dó hann. Í sömu andrá kom mikill jarðskjálfti og fólkið sem stóð hjá skildi að þetta var sonur Guðs.

Þessa atburða minnast kristnir menn á páskahátíðinni.