Forsaga kristinnar trúar

Kristin trú á rætur að rekja til Gyðingdóms. Kjarni kristinnar trúar er hin heilaga þrenning sem er Guð, sonur og heilagur andi. Gyðingar eru ekki sammála kristnum mönnum um að Jesús hafi verið sonur Guðs. Helgirit kristinna manna er Biblían og skiptist hún í tvennt, Gamla og Nýja testamentið. Gamla testamentið segir frá sköpun heimsins og því samfélagi sem Ísraelsþjóð glímdi við fyrir daga Jesú og er því sameiginleg frásögn gyðingdóms og kristindóms. Nýja testamentið segir hins vegar frá lífi og störfum Jesú og áframhaldandi þróun kristninnar eftir hans dag. Gyðingar telja nýja testamentið ekki hluta af sínum helgiritum. Það sem helst skilur Kristna trú frá Gyðingdóm er trúin á Jesú Krist sem son Guðs og að hann hafi verið sá Messías sem gyðingar biðu eftir. Auk þess er hin heilaga þrenning ekki viðurkennd innan Gyðingdóms. Hér að neðan er að finna frásagnir af lífi og störfum Jesú Krists eins og þær eru sagðar í Biblíunni.

Fyrir meira en 2000 árum fæddist drengur í borginni Betlehem. Spáð hafði verið fyrir fæðingu hans og margir beðið ...

Jósef og María voru bæði gyðingar en samkvæmt lögmáli þeirra átti að umskera drengi átta daga gamla og gefa...

Jóhannes hét maður og var kallaður skírari. Hann fór um og predikaði Guðs orð og skírði fólk í ánni Jórdan og blessaði ...

Þegar Jesús lét skírast var hann um þrítugt. Upp úr því hóf hann sjálfur að predika og kenna fólki að lifa samkvæmt fyrirmælum ...

Jesús gekk upp á fjall og settist þar niður til að kenna lærisveinum sínum. Hann vildi að þeir tryðu því að Guðsríki biði ...

Dag einn kom maður til Jesú með son sinn. Hann bað Jesú um að hjálpa sér því sonur hans væri haldinn illum anda. Hinn illi ...

Þó Jesú gæti læknað fólk og gert ýmis kraftaverk þá vildi hann frekar að fólk hlustaði á það sem hann hefði að segja, tæki það ...

Jesús kom til Jerúsalem til að halda upp á páskahátíðina. Jesús vissi jafnframt að þetta yrði síðasta máltíðin sem hann ...

Margir voru sammála því sem Jesús boðaði en hann gagnrýndi líka trúariðkun gyðinga að mörgu leyti. Innan gyðingdómsins ...

Maður sem hét Jósef og var frá Arímaþeu fór til Pílatusar og bað um að fá líkama Jesú til að grafa hann. Hann fékk leyfi til þess ...