Kristin trú á rætur að rekja til Gyðingdóms. Kjarni kristinnar trúar er hin heilaga þrenning sem er Guð, sonur og heilagur andi. Gyðingar eru ekki sammála kristnum mönnum um að Jesús hafi verið sonur Guðs. Helgirit kristinna manna er Biblían og skiptist hún í tvennt, Gamla og Nýja testamentið. Gamla testamentið segir frá sköpun heimsins og því samfélagi sem Ísraelsþjóð glímdi við fyrir daga Jesú og er því sameiginleg frásögn gyðingdóms og kristindóms. Nýja testamentið segir hins vegar frá lífi og störfum Jesú og áframhaldandi þróun kristninnar eftir hans dag. Gyðingar telja nýja testamentið ekki hluta af sínum helgiritum. Það sem helst skilur Kristna trú frá Gyðingdóm er trúin á Jesú Krist sem son Guðs og að hann hafi verið sá Messías sem gyðingar biðu eftir. Auk þess er hin heilaga þrenning ekki viðurkennd innan Gyðingdóms. Hér að neðan er að finna frásagnir af lífi og störfum Jesú Krists eins og þær eru sagðar í Biblíunni.