Trúartákn og helgir staðir hafa mismunandi þýðingu í augum manna. Ákveðnar borgir og staðir fá sérstaka merkingu í augum kristinna manna vegna þess að þar hafa gerst einhverjir merkir atburðir sem tengjast Guði og Jesú Kristi. Trúartákn kristinna manna geta verið mismunandi eftir kirkjudeildum en krossinn er þó algilt tákn. Litir hafa líka mikið gildi í tengslum við kirkjuárið.