Jesús læknar

Kristni / Forsaga - Líf Jesús / Jesús læknar

Sækja pdf-skjal

 

Jesús læknar Dag einn kom maður til Jesú með son sinn. Hann bað Jesú um að hjálpa sér því sonur hans væri haldinn illum anda. Hinn illi andi gerði það að verkum að drengurinn stífnaði allur upp, froðufelldi og engdist sundur og saman í einhvern tíma en væri svo eðlilegur inn á milli. Þetta hefði verið að gerast síðan drengurinn fæddist og oft hefði hann verið hætt kominn, því stundum dytti hann út í vatn eða á eldinn í þessum köstum. Jesús talaði til illa andans og rak hann burt. Drengurinn varð heill eftir þetta og kenndi sér einskis meins.

Til eru margar sögur af Jesú og ýmsum kraftaverkum sem hann framkvæmdi með því að lækna fólk af margvíslegum kvillum.