Jesús skírður

Kristni / Forsaga - Líf Jesús / Jesús skírður

Sækja pdf-skjal

 

Jesús skírður Jóhannes hét maður og var kallaður skírari. Hann fór um og predikaði Guðs orð og skírði fólk í ánni Jórdan og blessaði í nafni Guðs. Jesús fór og vildi láta Jóhannes skíra sig. Jóhannes leit á hann og sagði að Jesús ætti frekar að skíra sig. Jóhannes var viss um að Jesús væri sá Messías sem Gyðingar voru að bíða eftir. Sjálfur hafði Jóhannes flutt predikanir um að Messías væri væntanlegur mjög fljótlega. Jóhannes skírði Jesú á sama hátt og aðra. Þegar Jesús reis upp eftir skírnina opnuðust himnarnir og yfir hann kom heilagur andi og svo virtist sem rödd af himnum segði: „þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á“ (Mt3.17). Jóhannes sannfærðist á þessari stundu um að Jesús væri sonur Guðs.