Sæluboðin

Kristni / Forsaga - Líf Jesús / Sæluboðin

Sækja pdf-skjal

 

Fjallræðan Jesús gekk upp á fjall og settist þar niður til að kenna lærisveinum sínum. Hann vildi að þeir tryðu því að Guðsríki biði þeirra hvernig svo sem aðrir kæmu fram við þá. Hann vildi líka benda þeim á að þeir sem trúa á Guð væru hamingjusamari en þeir sem einblína á efnislega hluti og völd. Jesús sagði við lærisveina sína:

 

„Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki.
Sælir eru sorgbitnir, því að þeir munu huggaðir verða.
Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa.
Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða.
Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða.
Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.
Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða.
Sælir eru þeir, sem ofsóttir eru fyrir réttlætis sakir, því að þeirra er himnaríki“. (Mt5.3–10)

Að því loknu sagði hann einnig „Sælir eruð þér, þá er menn smána yður, ofsækja og ljúga á yður öllu illu mín vegna. Verið glaðir og fagnið, því að laun yðar eru mikil á himnum. Þannig ofsóttu þeir spámennina, sem voru á undan yður“ (Mt5.11-12).