26
NÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Kennsluleiðbeiningar
Norður-Ameríka
Frumbyggjar Norður-Ameríku bls. 90–91
Hér er gott að leggja áherslu á mikinn fjölda ólíkra þjóða indíána í Ameríku áður en Evrópubúar
streymdu þangað í kjölfar landafunda Kristófer Kólumbusar í lok 15. aldar.
Einnig er upplagt að fjalla um ferðir Íslendinga vestur um haf fyrir og eftir aldamótin 1900, ástæður vest-
urferða og fjölda vesturfara.
Nota má kort af N-Ameríku til að rissa á og skrá byggðir indíánaættbálka og Vestur-Íslendinga. Leita má
upplýsinga á netinu, t.d. á Vesturfarasetrinu á Hofsósi
og/eða með því að slá inn
t.d.
natives, indians, america
í leitarstreng.
Verkefni bls. 92–93
Um að gera að nota kortin í bókinni og
Kortabók handa grunnskólum
.
Til að leysa verkefni 22 er gott að leita upplýsinga á netinu. Þar má finna margar heimasíður með
útbreiðslu indíána í Ameríku fyrir og eftir landafundina. Látið nemendur leita á netinu með því að
slá inn t.d.
natives, indians
og
america
í leitarstreng.
Til að leysa verkefni 24 er upplagt að leita upplýsinga á vef Icelandair;
/
Til að leysa verkefni 26 þar sem nemendur eiga að finna vöruinnflutning frá Kanada og Bandaríkjunum
má benda á eftirfarandi slóð á vef Hagstofunnar. Gott er að láta nemendur sjálfa leita,
.
• Lausnir við verkefnum er að finna á læstu svæði kennara.
Bandaríkin bls. 94–97
Leggja má áherslu á að læra staðsetningu ríkjanna 50, teikna þau inn á kort af Bandaríkjunum. Úthluta
jafnvel nemendum eða hópum fylki til að fjalla um og kynna.
Leggja áherslu á hvaða áhrif Frelsisstríðið og Þrælastríðið höfðu á sögu Bandaríkjanna og út fyrir land-
steinana, sbr. stjórnarskrá Bandaríkjanna 1776.
Mið-Ameríka bls. 98–101
Þarf að tryggja að nemendur átti sig á því að Mið-Ameríka er hluti af N-Ameríku, sem oft vill gleymast í
umræðunni. Geti nefnt löndin 7 sem tilheyra Mið-Ameríku.
Rammagreinin um
Rómönsku Ameríku
verði lesin og borin saman við kortið á bls. 100. Gæti leitt til
skemmtilegrar sögulegrar umræðu um afleiðingar landafundanna um og eftir aldamótin 1500, sjá
einnig í því samhengi rammagreinina,
Nýi heimurinn
á bls. 106.
Karíbahaf bls. 102–104
Nemendur eiga einnig að vita að Karíbahafið og eyjarnar þar eru líka hluti af N-Ameríku. Nemendur átti
sig á Stóru- og Litlu-Antillaeyjum og hvaða eyjar tilheyri hvorri álfu.
Upplagt að skoða með nemendum auglýsingar ferðaskrifstofa og varpa þeim upp á skjávarpa ef sá
möguleiki er fyrir hendi. Þetta má gera með verkefnavinnu á bls. 107.
Leggja má áherslu á stjórnmálasögu Kúbu þegar kaflinn er lesinn og ræða í kjölfarið viðskiptabann
Bandaríkjanna, orsakir og afleiðingar þess. Ekki er úr vegi að nemendur velji sér frjálslestrarefni á
bókasafni tengt kaflanum.