Um víða veröld – Heimsálfur, kennsluleiðbeiningar - page 31

31
NÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Kennsluleiðbeiningar
Eyjaálfa
Breska samveldið
Breska samveldið er samband fullvalda ríkja sem flest öll eru fyrrverandi nýlendur Breska heims-
veldisins. Breska samveldið samanstendur af 53 ríkjum flest þeirra fyrrum breskar nýlendur.
Samveldið var stofnað árið 1884 þegar heimsveldið fór að leysast upp. Samtökin áttu að gegna
hlutverki samvinnuvettvangs um sameiginlegt tungumál og verkefni sem nýju ríkin stóðu frammi
fyrir. Samtökin hafa fasta skrifstofu í London sem rekur fjölda samstarfsverkefna á milli aðildarland-
anna. Þekktast þeirra er íþróttamótið Samveldisleikarnir sem haldnir eru fjórða hvert ár. Aðildarríkin
hittast annað hvert ár til að ræða þróun verkefna og almenna pólitíska afstöðu í löndunum. Þrátt
fyrir að Samveldið hafi ekki neitt formlegt vald yfir meðlimum sínum hefur það haft mikil áhrif með
því að útiloka lönd sem eiga í átökum sem stríða gegn lögmálum samtakanna. Nígeríu og Fídjieyj-
um var vikið úr samtökunum á tíunda áratugnum og Simbabve árið 2002, Simbabve sagði sig svo
endanlega úr þeim árið 2003. Þau lönd sem eru í Samveldinu eru; Antigva og Barbúda, Ástralía,
Bahamaeyjar, Bangladess, Barbadoseyjar, Belís, Botsvana, Brúnei, Kanada, Dóminíka, Gambía, Gana,
Grenada, Gvæjana, Indland, Jamaíka, Kamerún, Kíribatí, Kýpur, Lesótó, Malaví, Maldíveyjar, Máritíus,
Mósambík, Namibía, Nárú, Nýja-Sjáland, Nígería, Pakistan, Papúa Nýja-Gínea, Rúanda, Saint Kristófer
og Nevis, Sambía, Sankti Lúsía, Sankti Vinsent og Grenadíneyjar, Salómonseyjar, Samóa, Seychell-
eyjar, Sierra Leóne, Singapúr, Srí Lanka, Bretland, Svasíland, Suður- Afríka, Tansanía, Tonga, Trínidad
og Tóbagó, Túvalú, Úganda og Vanúatú.
Frumbyggjar Ástralíu bls. 140–141
Frumbyggjar Ástralíu máttu þola mikið harðræði af hálfu landnemanna. Má í því samhengi ræða
framkomu landnema víða um heim gagnvart þeim þjóðum sem fyrir voru.
Árið 2008 baðst ástralski forsætisráðherrann opinberlega afsökunar fyrir hönd ástralska ríkisins á þeirri
sorg, þjáningu og missi sem hvítir íbúar ollu frumbyggjum, sbr. hina týndu kynslóð frumbyggja.
Kyrrahafseyjar bls. 142–146
Nemendur geri sér grein fyrir víðáttum Kyrrahafsins og skiptingu Kyrrahafseyja í þrjá stærri eyjaklasa,
Míkrónesíu, Melanesíu og Pólýnesíu.
Svæði í Kyrrahafi hafa verið notuð til kjarnorkutilrauna, sbr. rammagrein um
Kjarnorkutilraunir á Bikini
bls. 146. Leita má á netinu hvar og hverjir hafa stundað kjarnorkutilraunir þar og í hvaða tilgangi.
Upplagt er að bjóða upp á umræðu um umhverfismál við nemendur. En Kyrrahafseyjar hafa mikið verið
í fréttum samhliða umræðu um loftslagsmál. Mjög margar Kyrrahafseyjar standa rétt yfir sjávarmáli.
Hækkun sjávarborðs myndi því hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér. Sjá rammagreinarnar
Hækkun
sjávarborðs – sökkvandi eyjar
bls. 144 og
Ríkisstjórnarfundur í kafi
bls. 145.
Verkefni bls. 146–147
Um að gera að nota kortin í bókinni og
Kortabók handa grunnskólum
.
Í verkefni 33 þar sem nemendur eiga að finna vöruinnflutning frá einstaka löndum í Eyjaálfu má benda á
eftirfarandi slóð á vef Hagstofunnar. Hægt er að láta nemendur sjálfa leita,
-
tolur/Utanrikisverslun
.
• Lausnir við verkefnum er að finna á læstu svæði kennara.
1...,21,22,23,24,25,26,27,28,29,30 32,33,34,35,36,37,38,39,40,41,...72
Powered by FlippingBook