Um víða veröld – Heimsálfur, kennsluleiðbeiningar - page 29

29
NÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Kennsluleiðbeiningar
Suður-Ameríka
Atvinnuhættir bls. 116–117
Rifja upp atvinnustigin fjögur; landbúnað, sjávarútveg, iðnað og þjónustu.
Landbúnaður er stærsta atvinnugreinin í S-Ameríku. Má velta fyrir sér byggingu varðskips Íslendinga,
Þórs, í Chile sem afhent var Íslendingum árið 2011.
Verkefni bls. 121
Um að gera að nota kortin í bókinni og
Kortabók handa grunnskólum
.
Í verkefni 24 þar sem nemendur eiga að finna vöruinnflutning frá einstaka löndum í S-Ameríku má
benda á eftirfarandi slóð á vef Hagstofunnar. Gott er að láta nemendur sjálfa leita,
.
is/Hagtolur/Utanrikisverslun
.
• Lausnir við verkefnum er að finna á læstu svæði kennara.
Brasilía bls. 122–125
Benda má á að Brasilía er vaxandi efnahagsveldi. En þrátt fyrir það er misskipting mikil í landinu, sbr.
fjölda götubarna og rammagreinina um
Stækkandi fátækrahverfi
í stórborgum Brasilíu bls. 124.
Fyrir þá nemendur sem hafa gaman af íþróttum má benda á heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu
árið 2014 og ólympíuleikana í Ríó de Janeiro árið 2016.
Forn menning í Perú og Bólivíu bls. 126–127
Benda má nemendum á bág kjör frumbyggjaþjóða S-Ameríku. Sem dæmi er fyrsti frumbygginn í þess-
um heimshluta sem komst til valda eftir landvinninga Kólumbusar seint á 15. öld forseti Bólivíu,
Evo Morales sem kjörinn var fyrst árið 2006.
Mikið er til af rituðum heimildum og upplýsingum á netinu varðandi Inka. Upplagt að hvetja nemendur
til að velja sér frjálslestrarefni á bókasafni tengt kaflanum. Einnig er hægt að samþætta kaflann
við íslenskukennsluna í skólanum þar sem nemendur skrifa ritgerðir um valið efni.
Argentína bls. 128–129
Argentína er 8. landstærsta ríki heims. Þar er suðupottur menningaráhrifa enda Argentínumenn inn-
flytjendaþjóð, sbr. rammagrein um
Ítalska innflytjendur
. Auk þess eru fjölmennir hópar innflytjenda frá
löndum eins og Sýrlandi, Líbanon, Kína, Kóreu og Japan.
Vinna má með örnefni í Argentínu á korti.
Kort bls. 130
Á kortinu er að finna lönd og höfuðborgir. Vinna má á ýmsan veg með tölfræðiupplýsingarnar í töflunni
fyrir neðan. Skrá t.d. í réttri röð fjölmennustu löndin, fámennustu löndin, þéttbýlustu löndin o.s.frv.
Verkefni bls. 131
Um að gera að nota kortin í bókinni og
Kortabók handa grunnskólum
.
Í verkefni 19 þar sem nemendur eiga að finna vöruinnflutning frá einstaka löndum í S-Ameríku má
benda á eftirfarandi slóð á vef Hagstofunnar. Best er að láta nemendur sjálfa leita,
is/Hagtolur/Utanrikisverslun
.
• Lausnir við verkefnum er að finna á læstu svæði kennara.
1...,19,20,21,22,23,24,25,26,27,28 30,31,32,33,34,35,36,37,38,39,...72
Powered by FlippingBook