Um víða veröld – Heimsálfur, kennsluleiðbeiningar - page 21

21
Asía
NÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Kennsluleiðbeiningar
Kína bls. 50–53
Leggja má áherslu á að Kína er land mikilla andstæðna. Hrjóstrugar hásléttur í vestri og frjósamar fljóta-
sléttur í austri. Efnaminni bændur inn til landsins en ríkidæmi við sjávarsíðu Kyrrahafsins.
Velta má fyrir sér hinni löngu samfelldu menningarsögu Kínverja og áhrifum hennar á vestræn samfélög.
Undanfarin ár hefur hagvöxtur Kína verið einn sá mesti meðal þjóða heims, til hvers gæti það leitt?
Fá nemendur til að skoða hvort og á hvaða fötum og hlutum þeir finni,
Made in China
.
Þriggja gljúfra stíflan bls. 54–55
Upplagt er að gera stærðarsamanburð á Þriggja gljúfra stíflunni og íslenskum vatnsaflsvirkjunum.
Í kaflanum má finna samanburð við Kárahnjúkavirkjun. Má láta nemendur skrá niður kosti og galla virkj-
unarinnar.
• Kostir: t.d. bættari samgöngur langt inn í land og aukin og jafnari raforka til handa fleiri íbúum.
• Gallar: t.d. íbúum gert að yfirgefa stór svæði, ræktarlönd tekin undir lónstæði o.s.fr.
Einnig er mikilvægt að fá nemendur til að hugleiða umhverfisáhrif virkjunarinnar og þá í framhaldi
umhverfisáhrif íslenskra vatnsaflsvirkjana.
Kort bls. 56
Á kortinu er að finna lönd og höfuðborgir. Það má vinna á ýmsan veg með tölfræðiupplýsingarnr í
töflunni fyrir neðan. Skrá t.d. 10 fjölmennustu löndin, 10 fámennustu löndin, 10 þéttbýlustu löndin
o.s.fr.
Verkefni bls. 57
Um að gera að nota kortin í bókinni og
Kortabók handa grunnskólum.
Í verkefni 18 þurfa nemendur að finna vöruinnflutning frá einstaka löndum í Asíu. Má benda á
eftirfarandi slóð á vef Hagstofunnar. Upplagt að láta nemendur sjálfa leita,
tolur/Utanrikisverslun
.
• Lausnir við verkefnum er að finna á læstu svæði kennara.
1...,11,12,13,14,15,16,17,18,19,20 22,23,24,25,26,27,28,29,30,31,...72
Powered by FlippingBook