Um víða veröld – Heimsálfur, kennsluleiðbeiningar - page 20

20
Asía
NÁMSGAGNASTOFNUN • 08970 Um víða veröld – Heimsálfur – Kennsluleiðbeiningar
Ólíkur efnahagur og ódýrt vinnuafl bls. 42–43
Ólíkur efnahagur og misskipting auðæfa er mikil í Asíu. Vöruframleiðsla hefur að miklu leyti færst frá hin-
um vestrænu ríkjum til hins fátæka hluta Asíu þar sem framleiðslukostnaður er aðeins brot af því sem er
á Vesturlöndum og munar þá mest um launakostnað. Mikilvægt að ræða þróun mála í þeim efnum og
velta upp sanngirnissjónarmiðum í ljósi launamismununar og verkalýðsmála. Er þessi þróun í anda sjálf-
bærrar þróunar? Láta nemendur skoða frá hvaða löndum föt og hlutir sem þeir eiga koma. Hér mætti
líka skoða þær fréttir og umræður sem hafa fylgt í kjölfarið vegna framleiðslu ýmissa merkjafyrirtækja t.d.
Nike, H&M, Primark o.fl.
Atvinnuhættir bls. 44–45
Má benda á og ræða að landbúnaður er langalgengasta atvinnugreinin í Asíu. Iðnaður vex þó hröðum
skrefum eins og fram kemur í kaflanum. Nemendur geri lista yfir fatnað og hluti og skrái hjá sér fram-
leiðsluland.
Verkefni bls. 46–47
Upplagt er að nota kortin í lesbók og
Kortabók handa grunnskólum
.
Í mörgum verkefnum er við hæfi að ræða við nemendur samskipti á t.d. viðskiptalegum grunni og þau
hugtök sem þeim tengjast, Fair Trade (sanngjörn viðskipti), barnaþrælkun, fátækt, lág laun o.fl.
Í verkefni 21 væri hægt að gera ferðaáætlunina í Publisher eða PowerPoint. Hér mætti líka nota forritið
Prezi.com sem er frítt forrit sem er góð tilbreyting frá PowerPoint, jafnvel iMovie fyrir þá sem eru með
appletölvur eða ipad.
Í verkefni 31 þurfa nemendur að finna vöruinnflutning frá einstaka löndum. Má benda á eftirfarandi slóð
á vef Hagstofunnar. Upplagt að láta nemendur sjálfa leita,
slun
.
• Lausnir við verkefnum er að finna á læstu svæði kennara.
Indlandsskagi bls. 48–49
Til að skilja sem best kaflann um Indlandsskaga getur verið gott að átta sig á afskiptum Breta og þá
sérstaklega þegar skaginn var nýlenda Breta til ársins 1947. Indlandsskagi er eitt þéttbýlasta landsvæði í
heimi, sjá töflu bls. 56, íbúar á ferkílómetra. Sérstaklega má benda á Gangesdalinn.
Indland kemur mikið við sögu á monsúntímanum (bls. 41), gríðarleg úrkoma og mikil flóð svo oft hlýst
tjón af. Tengsl eru talin vera á milli flóða og skógareyðingar. Þar sem ágangur á landið er sífellt meiri,
skógar ruddir svo rótarkerfið bindur ekki lengur jarðveg, skolast hann burtu þegar úrhellisrigningar
verða. Ræktarlönd bænda eyðileggjast einnig.
Erfðastéttakerfi hindúa er raðað í tignarröð í fimm stéttir. Áður tengdust hóparnir tilteknum störfum og
gera að einhverju leyti enn þó tilslakanir hafi verið miklar.
• Brahmínar
– var æðsta stéttin og hin göfugasta, færðu fórnir og voru nokkurs konar milli-
göngumenn milli manna og guða.
• Kshatriyar
– voru hermenn og valdsmenn sem stjórnuðu þjóðum.
• Vaisyar
– voru kaupmenn og iðnaðarmenn.
• Sudrar
– voru bændur.
• Dalítar
– voru hinir ósnertanlegu, utan allra stétta. Þeir unnu við„óhrein“ störf eins og götusóp-
un.
1...,10,11,12,13,14,15,16,17,18,19 21,22,23,24,25,26,27,28,29,30,...72
Powered by FlippingBook