SJÁLFBÆRNI
52
Skólar til sjálfbærni
Þegar menntun til sjálfbærni er innleidd í skóla þarf allt skólasamfélagið að taka þátt. Allir
hafa þar mikilvægt hlutverk. Lykilatriði er að fólk gangi jákvætt og sveigjanlegt að verki til
að laga megi hefðbundið skipulag að nýju fyrirkomulagi í ýmiss konar daglegum störfum.
Helena Óladóttir, verkefnisstjóri Náttúruskóla Reykjavíkur, hefur sett hlutverk skólastjóra og
kennara upp í þessa töflu.
Hlutverk skólastjóra
Hlutverk kennara
Í undirbúningi
Að stýra innleiðingu menntunar til
sjálfbærni í skólastarfinu og hafa
yfirsýn yfir framvindu verksins.
Að taka þátt í mótun sameiginlegrar
sýnar skólans á menntun til
sjálfbærni og að setja verkefninu
markmið.
Að skapa sveigjanleika í daglegu
rekstrarfyrirkomulagi skóla svo
sem í stundatöflu og skóladagatali.
Að vera virkur þátttakandi í
skólasamfélaginu svo sem með því
að taka þátt í þróunarverkefnum,
deila ábyrgð og láta í ljós skoðanir.
Í framkvæmd
Ber ábyrgð á að framfylgja
markmiðum aðalnámskrár í
skólanámskrá skólans.
Tekur þátt í faglegri útfærslu
markmiða menntunar til sjálfbærni
samkvæmt skólanámskrá.
Er í forystu um lýðræðislega
stjórnarhætti, svo sem að
skapa vettvang til gagnrýninnar
umræðu, tryggja aðkomu allra að
ákvörðunartöku og deila ábyrgð og
þátttöku.
Stuðlar að lýðræði í skólastarfi
með því að skapa rými í kennslu
fyrir beina aðkomu nemenda að
ákvörðunum er varða nám og
kennslu, verkefnaval o.fl.
Veitir kennurum tækifæri og tíma til
undirbúnings og víðtæks samráðs
og samstarfs.
Er opinn fyrir nýjum og óvenjulegum
leiðum í námi og starfi svo sem
þátttöku í samstarfsverkefnum
innan og utan skólans, aðkomu
fræðsluaðila utan skólans o.fl.
Er beinn þátttakandi í að innleiða
menntun til sjálfbærni. Það eykur
trúverðugleika og skuldbindingar
annarra við verkefnið.
Sýnir frumkvæði í að auka fagvitund
sína m.t.t. menntunar til sjálfbærni
og hugrekki til að innleiða nýja
starfshætti.
1...,44,45,46,47,48,49,50,51,52,53 55,56,57,58,59,60,61,62,63,64,...68