Grunnþættir menntunar
61
á rusli, og vantar framtíðarsýn til að tosa sig upp úr þeim hjólförum. Þá er oft
gott að gleyma nútímanum um hríð en byrja á hugarflugi: Hvernig viljum við að
samfélag og náttúra verði eftir 20 ár? Síðan að marka eðlilega slóð þangað og
hefja þá vegferð smátt og smátt.
Um heimildir
Útilokað er að vera með tæmandi lista yfir heimildir og ítarefni. Alltaf bætist við
efni á þessu sviði og skólar og kennarar þurfa að vera vakandi um efni sem gefið
er út í bókum, blöðum eða tímaritum eða kemur inn á netið.
Í nokkra áratugi hef ég lagt mig eftir umhverfismennt ogmenntun til sjálfbærni.
Á síðasta áratug 20. aldar tók ég þátt í að kenna námskeið um umhverfismál og
umhverfismennt við Kennaraháskóla Íslands. Nálægt aldamótum verkstýrði ég
grunnskóla við að setja sér umhverfisstefnu og auka umhverfismennt. Skömmu
seinna hóf ég störf og vann í tæpan áratug hjá Landvernd við að innleiða verkefnið
Skólar á grænni grein
. Á öllum þessum tíma hef ég skrifað námsefni og einnig
nokkrar greinar um umhverfismál og umhverfismennt en þó haldið miklu fleiri
fyrirlestra og erindi. Ég hef gruflað í mörgu sem hefur aukið þekkingu mína og
gefið mér hugmyndir og líka hitt margt fólk, bæði innan lands og utan, framsýna
einstaklinga, eldklára, áhugasama og frjóa sem hafa frætt mig og haft áhrif á mig.
Við þessi skrif mín á heftinu
Sjálfbærni
hef ég því stundum hikað við og velt fyrir
mér; hvaðan hef ég þetta? Er þetta mín hugmynd sem ég fékk einhvern tíma ein
á göngu eða í strætó eða er þetta hugmynd sem ég las einhvers staðar eða einhver
vék að mér. Það veit ég ekki alltaf. Læt þó flest flakka undir því yfirskini að „það
sé sama hvaðan gott kemur“ og vona að ég gangi ekki á rétt nokkurs manns. Ef
svo er bið ég afsökunar á því.
1...,53,54,55,56,57,58,59,60,61,62 64,65,66,67,68