Grunnþættir menntunar
45
Kennsla og aðferðir
Reynslan sýnir að af meginþáttum menntunar til sjálfbærni (þekkingu, hæfni,
færni, gildum, heildarsýn í tíma og rúmi og tengslum við nánasta umhverfi) þá
sé harla gott að byrja á gildunum og hafa þá líka í heiðri hið gamla lögmálið
kennslufræðinnar að fara frá hinu þekkta til hins óþekkta og tengja námið við
einstaklingana persónulega.
Í fjölmörgum íslenskum leikskólumhafa kennarar tileinkað sér hugmyndafræði
Rachel Carson. Þeir fara markvisst með börn út í náttúruna til að styrkja viðhorf
þeirra til hennar og þau gildi sem tryggja grunn menntunar til sjálfbærni.
33
Þegar
náttúran skiptir börnin orðið máli, og þau þekkja umhverfi sitt og skilja ýmislegt
sem þau sjá þar, þá verður hugurinn móttækilegri en annars fyrir ýmiss konar
upplýsingum. Sú vitund hvetur til virkni og eykur færni. Það sýnist aldrei vera
Hugarflug – umræður
A
– Hvers vegna vill sumt fólk vernda náttúruna og jafnvel leggja ýmislegt á sig
til þess?
B
– Hvers vegna virðist sumu fólki sama um umhverfið eða vill alla vega ekki
taka verulegan þátt í verndun þess?
Ýmis svör koma fram:
Við spurningu A – t.d.:
Hefur alist upp við þetta, þekkir ekki aðra hegðun heima fyrir.
Ótti um afkomu barna sinna og barnabarna.
Virðing fyrir náttúrunni – við höfum ekki rétt til að eyðileggja hana.
Við spurningu B – t.d.:
Þekkingar og skilningsleysi, fólk veit ekki betur.
Afneitun, þorir ekki að horfast í augu við staðreyndir.
Kæruleysi, leti, þetta reddast á meðan ég lifi.
Óraunsæi, það verður fundin upp ný tækni sem bjargar málunum.
Ágirnd, hömluleysi eða sjálfsdekur, fólk vill bara hafa það gott.
1...,37,38,39,40,41,42,43,44,45,46 48,49,50,51,52,53,54,55,56,57,...68