SJÁLFBÆRNI
60
eða sleða þurfa að hugsa vel um hvað þeir taka með sér, þeir þurfa að taka allt
sem skiptir máli en sleppa hinu. Mjög lærdómsríkt er að fara í dagsgönguferð með
nemendur og kenna þeim að skipuleggja slíka ferð.
Þinjóð og börnin hennar
(bls. 39). Dæmisagan í
Æskunni
lesin og kennari kynnir
sér umfjöllun um hana í næsta tölublaði á eftir. Sagan síðan rædd í pörum eða
hópum. Hver var Þinjóð, Nækti, börnin? Tákna þau eitthvað annað en það sem
segir í sögunni? Hvað? Hvað kennir þessi saga?
, 6. tbl. 1993, bls. 22–
23 og 7.tbl. 1993, bls. 26–27.
Samábyrgð og kynning
(bls. 40). Tvö verkefni úr Grænfánaskólum um leiðir til
að virkja nærsamfélag skóla.
Auður djúpúðga í nútímanum
(bls. 41). Hugleiðing um umhverfisvitund. Sá sem
er með umhverfisvitund veit hvað er við hæfi í umhverfi sínu, er kurteis og tekur
tillit. Til að vita hvað er við hæfi þarf að þekkja umhverfi sitt. Jafnvel gáfaðasta
fólk þarf að kynnast umhverfi sínu til að vita hvernig á að haga sér í því.
Hugarflug og umræður
(bls. 45). Spurningar sem vert er að velta fyrir sér til
dæmis á kennarafundi þegar verið er að hefja eða skerpa menntun skólans til
sjálfbærni.
Úr Grænfánaskýrslu Hálsakots
(bls. 48). Á heimasíðum Grænfánaskóla má oft
finna skýrslur og verkefni.
Kostnaður náttúrunnar
(bls. 50). Verkefni sem víða er til og í ýmsum útgáfum en
alltaf jafn þarft, þverfaglegt og snertir á fjölmörgum viðfangsefnum.
Framtíðin – umræður
(bls. 54). Oft er erfitt að skipuleggja næstu skref til
umhverfisbóta. Stundum vilja skólar færast of mikið í fang, taka of stór skref í
einu, og þá er hætta á uppgjöf. Stundum festast skólar í sama fari, t.d. í flokkun
1...,52,53,54,55,56,57,58,59,60,61 63,64,65,66,67,68