Grunnþættir menntunar
57
Samantekt, heimildir og
ítarefni
Kennsluverkefni – samantekt
Þetta rit
Sjálfbærni, grunnþáttur í menntun á öllum skólastigum
er fyrst og fremst hugsað
til þess að skerpa skilning fólks á þeirri hugsun og stefnu sem felst í sjálfbærni,
hver uppruni þeirrar stefnu sé og hve mikilvæg hún er. Hér er lítið rými fyrir
markvissar kennsluleiðbeiningar og verkefni. Þó eru á nokkrum stöðum nefnd
verkefni, þeim lýst, eða hægt að útfæra þau út frá textanum. Sama eða svipuð
kveikja getur nýst til kennslu á flestum skólastigum þótt úrvinnslan verði ólík og
taki mið af aldri og getu nemenda. Verkefnin eru dreifð um ritið og til hagræðis
eru þau listuð hér að neðan.
Skötutjörn
(bls. 6). Sagan sögð eða lesin sem kveikja að umræðum. Hvað kennir
sagan? Á hún enn við? Silungurinn í gjánni getur táknað fleira en fæðu. Af hverju
mátti ekki veiða of mikið úr tjörninni? Hafa fyrri kynslóðir spillt einhverju eða
eytt sem við vildum að væri enn heilt eða til? (Útrýming vistkerfa eða tegunda,
geirfuglinn þótti t.d. góður til átu.) Getur verið að fólk sé enn svolítið eins og
presturinn á Þingvöllum? Að hvaða leyti? Hugtakið um sjálfbæra þróun kynnt.
Jörð – jörð
(bls. 8.) Nemendur velta fyrir sér stafsetningu orðsins, hvenær það er
skrifað með j eða J, og æfa sig í að skrifa setningar með ólíkri merkingu orðsins
eða búa slíkar setningar til.
Við höfum val
(bls. 11). Oft eru unnin verkefni um geitunga í skólum. Þeir eru
dæmi um félagsskordýr. Sum félagsskordýr erlendis, svo sem maurar, hafa þó enn
flóknara samfélag en geitungarnir. Þegar unnin eru verkefni um slík dýr má velta
fyrir sér muninum á mönnum og dýrum hvað þetta varðar, að menn hafa að mestu
leyti val um hegðun sína sem dýr hafa ekki. Það skiptir máli hvað við veljum að gera.
4
1...,49,50,51,52,53,54,55,56,57,58 60,61,62,63,64,65,66,67,68