SJÁLFBÆRNI
42
Árið 1962 kom út bók Rachel Carson,
Raddir vorsins þagna
29
, og hafði gífurleg
áhrif. Hún fjallar um hvernig mengun virðir engin landamæri svo að eitur, sem er
ætlað að eyða einni tegund skordýra, sytrar um allt lífkerfið með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum. Í kjölfarið komu út fleiri sambærilegar bækur og alls kyns úttektir
og skýrslur sem veittu upplýsingar um slæmt ástand Jarðar og meðferð manna á
henni. Kennarar tóku víða við sér og hófu að fræða nemendur sína um þetta efni.
En fljótlega kom bakslag í kennsluna. Kennarar sögðust ekki geta fyllt nemendur
sína vonleysi og örvinglan, ungt fólk hefði nægar áhyggjur af ýmsu í samfélaginu
og sínu persónulega lífi þótt því væri ekki líka sagt að Jörðin væri að farast. Þetta
var vítahringur. Menntun var það eina sem gæti fengið fólk og síðan samfélög til
að breyta hegðun sinni. En hvernig menntun?
Sest var á rökstóla. Umhverfismennt mætti ekki vera leiðinleg og niðurbrjótandi
og valda ótta sem aðeins yrði til þess að fólk fylltist vonleysi og kysi helst að
lifa í fáfræði og þeirri óskhyggju að þetta bjargaðist allt saman. Leitað var fanga
um hugmyndafræði og aðferðir. Aftur var hægt að leita í viskubrunn Rachel
Carson en að þessu sinni í bók hennar
The Sense of Wonder
30
. Einnig til fjölmargra
heimspekinga, landvarða og kennara sem lögðu áherslu á að umhverfismennt
hæfist á því að börn og aðrir upplifðu og nytu náttúrunnar, færi að þykja vænt
um hana, fyndu til virðingar fyrir henni og vildu þess vegna vernda hana. Þegar
tengsl og viðhorf hefðu myndast og styrkst og fólk skildi „leikrit náttúrunnar“
þá sæi það jafnvel sjálft hvar aðgerða væri þörf og væri fúst til verka. Áfram
væri þó mikilvægt að leiðbeina nemendum og örva úrvinnslu þeirra á upplifun
sinni. Gífurlega mikið magn af námsefni og kennsluleiðbeiningum hefur verið
samið í þessum anda víða erlendis og sumt af því hefur verið þýtt á íslensku
31
.
Sannarlega verður því ekki neitað að umhverfisvandinn er ógn og vekur upp ugg
og ótta. En það sem fyrst og fremst þarf þó að óttast er þekkingar- og viljaleysið.
Kennarar eru lykilfólk til að ráðast gegn vanþekkingu og blása fólki í brjóst vilja
til breytinga.
Kennarar sem fylgjast vel með umhverfismálum hafa þróað kennslu sína í
samræmi við nýjar áherslur og tíðaranda. Grunnstoð umhverfismenntar er
náttúrufræði, fyrst og fremst vistfræði, að þekkja, skynja og skilja ferla náttúrunnar
og lögmál hennar og bera virðingu fyrir þeim. Maðurinn verður ekki skilinn frá
1...,34,35,36,37,38,39,40,41,42,43 45,46,47,48,49,50,51,52,53,54,...68