Grunnþættir menntunar
53
Enn skal það áréttað að menntun til sjálfbærni er ekki eitthvað alveg nýtt og
framandi heldur eðlileg þróun í menntun sem hefur verið sinnt á heimilum
og skólum lengi og hefur heitið ýmsum nöfnum eins og átthagafræði eða
umhverfismennt. Með nýrri þekkingu og í síbreytilegum heimi breytast áherslur
í menntun, aðferðum og markmiðum í þessari námsgrein rétt eins og öðrum,
svo sem í læsi, sköpun og samfélagsfræði. Sú breyting sem nú hefur orðið er
að menntun á þessu sviði hefur fengið meira vægi en áður og kennarar sem lítt
hafa sinnt henni hingað til þurfa nú að taka tillit til þess að sjálfbærni er ein af
grunnstoðum aðalnámskrár. Skólar sem eru að feta sín fyrstu skref í þá átt að
taka mið af sjálfbærni í kennslu, skipulagi og stjórnun geta hins vegar nýtt sér að
fjölmargir eru komnir vel á veg á þessari braut. Hér sem annars staðar er óþarfi
að margir séu að finna upp hjólið heldur er hægt að læra og tileinka sér reynslu
annarra eins og þeirra sem lengi hafa unnið undir merkjum verkefnisins
Skólar á
grænni grein
.
Rétt eins og vart er hægt að hugsa sér að ungt fólk læri um lýðræði og tileinki
sér lýðræði nema þar sem lýðræði ríkir þá þjónar litlum tilgangi að predika um
sjálfbærni nema að hugur og framkvæmd fylgi máli. Það er ögrandi verkefni að
leitast við að þróa skóla til sjálfbærni í ósjálfbærri veröld og kannski vex fólki
Sér kennurum fyrir fræðslu og
úrræðum til stuðnings verkefninu
annaðhvort utanaðkomandi ráðgjöf
eða að nýttur er mannauður
skólans.
Er ötull við að innleiða menntun
til sjálfbærni í skólastofu og
bekkjarstarfi, s.s. heildræna,
þverfaglega nálgun, raunveruleg
viðfangsefni, gagnrýna umræðu um
gildi og viðmið, sameiginlega ábyrgð
og þátttöku.
Miðlun reynslu
Er fyrirmynd annarra í að takast
á við markmið menntunar til
sjálfbærni.
Hvetur aðra til þátttöku í menntun til
sjálfbærni og miðlar af reynslu sinni.
Er fulltrúi tiltekinnar
hugmyndafræði og talsmaður
hennar úti í samfélaginu.
Er í forystu um tiltekna
hugmyndafræði og er
talsmaður hennar innan og utan
skólasamfélagsins.
1...,45,46,47,48,49,50,51,52,53,54 56,57,58,59,60,61,62,63,64,65,...68