Grunnþættir menntunar
49
liggja. Virkur þjóðfélagsþegn í lýðræðisþjóðfélagi þarf á greiningarhæfni að halda
til að átta sig á og taka afstöðu til fjölmargra mála. Fréttir og greinar í blöðum,
tímaritum og á vefnum
37
vekja oft athygli á ákveðnum vandamálum í samfélaginu.
Með sjálfbæra hugsun að leiðarljósi geta nemendur iðulega greint rætur slíkra
vandamála og jafnvel séð nýjar lausnir.
Frá ómunatíð hafa sögur verið sagðar, til skemmtunar og menntunar, til
að viðhalda menningarverðmætum og til að leiðbeina börnum um siðferði og
hegðun. Flestir hafa gaman af sögum og sjálfsagt er að nota sögur til kennslu. Þær
geta verið góð kveikja að umræðuefni eða upplifun. Sögur geta komið víðs vegar
að. Þetta geta verið sannar sögur úr samfélaginu, frásagnir í fjölmiðlum, sögur
úr bókmenntum, eigin reynslusögur og líka tilbúnar dæmisögur eða ævintýri.
Fjölmargar íslenskar þjóðsögur taka á málefnum sem tengjast sjálfbærni. Þetta
hefti byrjar á einni slíkri. Sögur um landvættir, trölla- og huldufólkssögur gefa til
kynna að ýmislegt gæti búið í umhverfinu sem við ekki skynjum alla jafna og hvetja
til að virðing sé borin fyrir landi og náttúru. Af svipuðum toga eru ýmsar sögur
um álagabletti, þar þarf fólk að vera varkárt og gæta hófs í nýtingu. Ýmsar sögur
gefa til kynna að skammt sé á milli manna og náttúru, kannski bara stigsmunur.
Selur breytist í konu og kona í sel, fólk verður að tröllum og tröll breytast í steina.
Margar sögur segja af fátæku fólki sem jafnvel verður fyrir einelti í mannheimum
en kynnist ríkidæmi huldufólks og örlæti og þannig mætti lengi telja.
1...,41,42,43,44,45,46,47,48,49,50 52,53,54,55,56,57,58,59,60,61,...68