Grunnþættir menntunar
51
Umræður:
CO
2
merkin talin. Öll merkja þau mengun andrúmslofts sem aftur
leiðir til hlýnunar loftslags á Jörðinni með ófyrirséðum afleiðingum. Getum við
kynnt okkur ræktun hrísgrjónanna og aðbúnað og laun bændanna? Hvað kostar
þessi framleiðsla og flutningur náttúruna? Getum við minnkað þann kostnað?
Samanburður: Sams konar flæðirit gert fyrir bygg sem er ræktað á Íslandi og
yfirleitt á lífrænan hátt. Margir nota bygg í stað hrísgrjóna. Hafa nemendur reynt
það? Hver er munurinn á kostnaði náttúrunnar þegar við borðum bygg eða
hrísgrjón? Hvort er betra fyrir náttúruna? (Svipað verkefni er í
Náttúruverkefnunum
og sambærilegt verkefni hefur verið útfært og er vinsælt í Foldaskóla.)
Menntun til sjálfbærni
Markmið:
Að skilja þá hugsun sem felst í hugtakinu sjálfbærni.
Að efla umhverfisvitund; þekkingu, skilning og væntumþykju á náttúru,
umhverfi og fólki.
Að auka vilja til náttúruverndar og virðingu fyrir fjölbreytileika náttúru og
mannlífs.
Að temja sér lífsvenjur sem stuðla að heilbrigði Jarðar, náttúru og fólks.
Að þjálfa hæfni til lýðræðis; samlíðan með fólki, gagnrýna hugsun og
samskipti.
Að horfa til framtíðar, virða rétt komandi kynslóða til sæmandi lífs og
heilbrigðis.
Kveikjur:
Útinám og útikennsla; horfa, snerta, hlusta, lykta, upplifa, spyrja, ræða,
greina, nefna.
Setja sig í spor; ólíkar aðstæður, ólíkt verðmætamat, ólíkur tími.
Fjölmiðlaumfjöllun, frétt, kvikmynd, frásögn, söngtexti.
Saga, þjóðsaga, dæmisaga.
Verkefni.
Leikir.
1...,43,44,45,46,47,48,49,50,51,52 54,55,56,57,58,59,60,61,62,63,...68