Grunnþættir menntunar
47
of snemmt eða of seint að hafa áhrif á viðhorf fólks til náttúru til að styrkja
virðingu fólks fyrir henni og þá tilfinningu að hún skipti máli. Það getur þó tekið
tíma, ekki síst ef um fullorðna einstaklinga er að ræða. Flestir sem hafa farið með
fólk um náttúru og umhverfi, bæði börn og fullorðna, þekkja þá tilfinningu þegar
eitthvað hrífur fólk og eitthvað gerist sem breytir afstöðu þess, jafnvel svo að það
verði aldrei samt aftur.
35
Þá er gaman.
Menntun til sjálfbærni þarf á að halda fjölmörgum og fjölbreytilegum
kennsluaðferðum til að árangur náist. Útinám er ein mikilvægasta leiðin til
kennslu. Markmið þess er að opna augu nemenda fyrir umhverfi sínu og náttúru
og hjálpa þeim við að uppgötva, skilja og virða. Úti lærir fólk líka ýmislegt sem
aldrei verður numið innan húss af bók og útivistin bætir auk þess heilsu bæði
líkamlega og andlega.
Að ímynda sér eða lifa sig inn í aðstæður vekur einnig oft ýmiss konar hughrif
og spurningar. Þá eru ákveðnar aðstæður kynntar fyrir nemendum, aðstæður sem
eru hugsanlega þeim framandi en raunhæfar fyrir aðra svo sem jafnaldra þeirra í
öðrum löndum eða annað fólk í eigin samfélagi. Einnig væri gagnlegt að ímynda
sér hvernig þjóðfélagið gæti verið með breyttu verðmætamati, þar sem við í öllum
okkar athöfnum tækjum tillit til sjálfbærni. Hvernig væri dagurinn okkar þá, hvað
borðuðum við, úr hverju væru fötin okkar, hvernig ferðuðumst við, hvað þarf
leysast hugsanir úr læðingi á dularfullan hátt. Finna má rigninguna á andlitum
og hugsa um langa ferð hennar og mörg form, í sjó, lofti og jörð. Jafnvel í
borgum eru svæði, kannski garðar eða golfvellir, þar sem hægt er að fylgjast
með óútskýrðu fari fuglanna og breytileika árstíðanna. Og með barni má velta
vöngum yfir leyndardómum vaxandi fræs jafnvel þótt því hafi aðeins verið plantað
í moldarpott í eldhúsglugganum.
Sá sem kannar náttúruna með barni sínu þarf fyrst og fremst að vera
móttækilegur fyrir því sem er allt í kring um hann. Hann þarf að læra aftur að
nota augun, eyrun, nefið og fingurgómana, að opna aftur ónotaðar rásir frá
skynjun til hughrifa.
34
Rachel Carson
1...,39,40,41,42,43,44,45,46,47,48 50,51,52,53,54,55,56,57,58,59,...68