Grunnþættir menntunar
        
        
          39
        
        
          Þinjóð og börnin hennar – dæmisaga
        
        
          Á árunum 1993–1995 voru pistlar um umhverfismál með fyrirsögninni
        
        
          Lágfóta
        
        
          landvörður
        
        
          í barnablaðinu
        
        
          Æskunni
        
        
          .
        
        
          26
        
        
          Enn er full þörf á að taka fyrir þau málefni
        
        
          sem þar voru rædd og dæmisagan um
        
        
          Þinjóðu og börnin hennar
        
        
          getur vel komið
        
        
          af stað umræðum í bekk.
        
        
          
            Útdráttur:
          
        
        
          Þinjóð bjó í góðu yfirlæti með börnum sínum og ræktaði garðinn sinn.
        
        
          Í slæmu árferði neyddist hún til að taka af útsæði næsta árs til að brauðfæða
        
        
          sig og börnin. Eitt sinn, er illa leit út hjá Þinjóðu og börnum hennar, kom til þeirra
        
        
          maður sem hét Nækti. Hann útvegaði þeim mat og ýmiss konar góss og gæði.
        
        
          Þannig gekk það áfram ár eftir ár. Þinjóð sá að Nækti tók ýmislegt í staðinn
        
        
          fyrir sína þjónustu, svo sem hreina loftið og vatnið og sumir fuglarnir í garðinum
        
        
          hennar voru hættir að syngja. Þinjóð átti nú venjulega nægilegt útsæði og hefði
        
        
          því getað verið minna háð Nækta en hún var orðin, en henni fannst lífið nú svo
        
        
          miklu þægilegra en það hafði verið áður en hann kom. Sum barna Þinjóðar voru
        
        
          tortryggin. Þau sögðu að Nækti væri ekki sá sem hann þættist vera. Hann væri
        
        
          ekki maður heldur tröll sem héti Tækni. Rétt eins og gömlu, íslensku tröllin þyrfti
        
        
          að umgangast hann af varkárni. Tröll gætu verið hættuleg, eyðilagt og drepið,
        
        
          en margar sögur væru líka af því að tröll væru hjálpsöm og launuðu fyrir sig ef
        
        
          þeim væri sýnd virðing. (Tækni –nækTi, Þinjóð – Þjóðin.)
        
        
          
            Sagan um Þinjóðu
          
        
        
          Sjá slóð í samantekt kennsluverkefna á bls. 60.