SJÁLFBÆRNI
40
Samábyrgð og kynning
Skólar á grænni grein
þurfa að stíga sjö skref til umhverfisverndar:
1.
Umhverfisnefnd starfar innan skólans.
2.
Í skólanum er metin staða umhverfismála.
3.
Gerð er áætlun um markmið og aðgerðir til umhverfisbóta.
4.
Sinnt er stöðugu eftirliti og endurmati.
5.
Nemendur eru fræddir um umhverfismál.
6.
Skólinn kynnir stefnu sína út á við og fær aðra með.
7.
Skólinn setur sér formlega umhverfisstefnu.
Fyrir nokkrum árum þegar Grunnskóli Tálknafjarðar hafði unnið sinn
umhverfissáttmála um bættan heim og sterkari umhverfisvitund fólks, og
nemendur og kennarar höfðu samþykkt hann, komumst nemendur að þeirri
niðurstöðu að eðlilegt væri að allir í bænum samþykktu sáttmálann. Nemendur
skrifuðu sáttmálann á stórt krossviðarspjald og gengu með spjaldið í hús.
Nánast allir bæjarbúar skrifuðu undir. Spjaldið var svo lakkað og hengt upp á
áberandi stað.
Umhverfisnefnd Foldaskóla útbjó bækling um áhrif loftslags­breytinga á
umhverfið, mikilvægi trjáa og um umhverfisstarf skólans. Á forsíðu bæklingsins
var teiknað laufblað. Bæklingnum var dreift í bekki skólans og bekkjarkennarar
fóru yfir efni hans. Nemendur lituðu laufblaðið á forsíðunni og skrifuðu kveðju til
móttakanda.
Nemendur í félagsmálavali í 8.–10. bekk útbjuggu stórt tré úr afgangspappa. Rót
trésins var menntun, stofn þess sjálfbær þróun og greinar þess voru; virðing,
lýðræði, samvinna, þátttaka, náttúruvernd, samfélag, efnahagur, mannréttindi,
dýr og jöfnuður. Nemendur skólans báru nú bæklinginn í nánast hvert hús í
hverfinu. Fólk var beðið um að klippa laufblaðið á honum út, koma með það í
skólann og líma það á tréð. Smám saman laufgaðist tréð. Flestir límdu blöðin á
greinar dýra og náttúruverndar. Margir þökkuðu þetta tækifæri til þátttöku og því
að fá að kynnast umhverfisstarfi skólans.
1...,32,33,34,35,36,37,38,39,40,41 43,44,45,46,47,48,49,50,51,52,...68