Hvað heldur þú? - klb - page 3

3
Um námsefnið
Eins og fram kemur í nemendaheftinu er
þessu námsefni ætlað að skapa vettvang
fyrir nemendur og kennara til að ástunda
gagnrýna hugsun. Námsefnið kynnir ákveðin
tæki til sögunnar í þessum tilgangi en gagn-
rýnin hugsun sprettur samt ekki fram nema
kennarinn hafi einbeittan vilja til að hleypa
henni að. Gagnrýnin hugsun felst ekki bara
í tæknilegum hugarþrautum eða rökleikni
heldur líka í ákveðnu hugarfari. Verkefnin í
Hvað heldur þú?
þjálfa báða þessa þætti og
þeim er raðað niður þannig að nemendur
séu smám saman leiddir inn í opnara hugar-
far, dýpri ígrundun og flóknari rökleikni.
Í efninu er sérstök áhersla lögð á að setja fram
verkefni þar sem unnið er með lykilhæfnina
gagnrýna og skapandi hugsun eins og hún er
skilgreind í aðalnámskrá grunnskóla 2011/2013.
Verkefnin miða á ýmsan hátt að því að unnið
sé með grunnþætti menntunar í fjölbreyttu
samhengi. Ætlast er til að nemendur séu virkir í
þekkingarleitinni og leiti svara og lausna í gagn-
rýnu samfélagi sínu. Slík vinnubrögð efla læsi
og lýðræðislega hugsun og vinnubrögð, skapa
fjölmörg tækifæri til skapandi hugsunar og úr-
vinnslu, gera kröfu um jafnræði meðal nemenda
og starfsmanna og stuðla að heilbrigði og velferð
nemenda á víðtækan hátt.
1,2 4,5,6,7,8,9,10,11,12,13,...34
Powered by FlippingBook