Eðlis- og stjörnufræði 1 - page 40

40
Námsgagnastofnum 2013
07011
Vegna núnings er nýtni véla aldrei 100%
Í umfjölluninni um vinnu og einfaldar vélar gerðum við ráð fyrir því
að vinnan sem lögð væri til vélar væri alltaf jafn mikil og vinnan sem
vél skilaði. Svo er ekki, það tapast alltaf einhver orka til umhverfisins.
Ef við skoðum nánar athugun okkar með reglustikuna þá kemur í
ljós að hluti vinnunnar tapast sem varmaorka. Vinnan sem við fram-
kvæmum er breytingin á orku hlutarins. Með því að ýta reglustikunni
niður losnar varmaorka til umhverfisins vegna snertingar fingursins
við reglustikuna. Núningur er alltaf til staðar í vélum og hann veldur
því að oftast tapast hluti vinnunnar sem varmaorka. Þannig að vinn-
an er ekki nákvæmlega sú sama sem lögð er til vélar og hún skilar.
Nýtni
einfaldra véla er fundin með einfaldri skilgreiningu:
W(út)
W(inn) ∙ 100
Hér segir að nýtni er vinnan sem vélin skilar deilt með vinnunni sem
við leggjum til vélarinnar margfaldað með 100.
Við margföldum með 100 til að fá nýtnina í prósentum. Nýtni vélar
er 50% ef vinna sem lögð er til vélar er 100 J og vélin skilar 50 J vinnu.
1.
Hver er helsti tilgangurinn með einföldum vélum?
2.
Hvað er kraftahlutfall?
3.
Í hvaða sex flokka skiptast einfaldar vélar?
4.
Nefnið dæmi um hvernig orka tapast í vélum. Hvaða kraftur
kemur í veg fyrir 100% nýtni véla? Af hverju skiptir miklu máli
að gera nýtni véla sem mesta?
verkefni/UMRÆÐUR
Nýtni =
1...,30,31,32,33,34,35,36,37,38,39 41,42,43
Powered by FlippingBook